Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1903, Qupperneq 16

Eimreiðin - 01.09.1903, Qupperneq 16
176 sá súbjektívismi sannfæringar hans, sem hann hvorki kanti að sundurgreina né rekja til uppruna hans. Hann greinir á við he- dónisma Benthams með sjálfselsku-siðalögmálið einungis í því, að ánægja samvizku hans ræður meira en ánægja skilningarvita hans. Hagsmunafræði (útilitarismi) nútímans, sem Spencer kennir, er og verður eintómur súbjektívismi, því hún gjörir »mestu hagsæld hinna flestu« að frumreglu (maxími) siðafræðinnar; og þegar hún það gjörir, setur hún hvergi objektívt princíp, heldur ræður til, að setja »summu allra súbjektleika í stað hvers einstaks*; en súb- jektívar siðareglur verða fyrir það alls eigi alsiðlegar, heldur fylgja þær mælikvarða þeirrar lífsskoðunar, sem villimaðurinn hjá Spen- cer tók fram. Öll súbjektív siðakenning gleymir þeim möndulási, sem öll siðaspeki veltur á; eðli þeirrar vísindagreinar er objektívt. Sé ekkert objektívt alræðisvald til fyrir siðgæði, gjörðum vér rétt- ara í að gjöra heyrin-kunnugt, að siðafræði sé misskilningur, og að það, sem vér köllum svo, sé eigi annað en reikningur, sem reyni til að vega unaðsemdir og þjáningar hvað í móti öðru, og siðgæði sé einungis, þegar bezt lætur, heilsubætir fyrir sálina. En það ^r sannreynd fyrir hinu, að hver, sem vill hafa augu sín opin, hlýtur að sjá, að til er objektívt vald yfir lífsfærslu vorri. Lífið og gjör- endur lífsins er eigi að öllu leyti vort afrek. Vér erum hér á skeiðvelli, og hlaup hvers einstaks manns og alls mannkynsins og hverrar lifandi veru er fyrirsett á mjög álcvarðaðan hátt og auð- sæjan í þeim dráttlínum, er vér frá dögum Darwíns höfum vanið oss á að kalla evólútíón. Vér hljótum að læra að viðurkenna nauðsyn þeirrar framþróunarstefnu, sem ber oss áfram á beinum en þröngum vegi. Peir, sem fúslega hlýða lögum þróunarinnar, komast lengra og lengra og finna fögnuð og gleði þrátt fyrir þyrna og þistla á veginum. Hinir, sem hika, eru knúðir áfram, og kenna sáran til af svipu náttúrunnar; og sá, sem þrjóskast og þverneitar hlýðni við lög hins reglubundna umheims (kosmos), hann bíður beinar ófarir. Náttúran tekur ekki tillit til tilfinninga vorra, hvorki unaðs né sársauka. Sæll er sá, sem fagnandi hlýðir lögmáli hennar. Hinn, sem leitar annarra unaðsemda, er dæmdur. Horfum á heims- fyrirkomulagið hvaðan sem vill: Dómurinn um rétt og rangt, gott og ilt, satt og ósatt byggist ekki á meiri eða minni unaðssemd- um og þjáningum, heldur á samhljóðun breytni vorrar við lögmál umheimsins, og siðgæði er það, sem er í samræmi við lögmál
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.