Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1903, Side 24

Eimreiðin - 01.09.1903, Side 24
184 arans, guðs. Djöfullinn er óeirðarseggurinn í kosmos heimsins, landráðafjandinn í ríki drottins, andskoti allrar einingar, hjáræmi allrar samhljóðunar í tilverunni, undantekning reglunnar, undanvill- ingur hins almenna, hin óvænta tilviljun, sem brýtur lögmálið; hann er stefna sérleikans, kepnin eftir frumleik og sjálfstæði, sú er situr um að rjúfa tilskipanir guðs, þær sem ákvarða vissa breytni; hann kollvarpar því einræmi (monotóníu), sem mundi streyma gegnum hinar lögbundnu veraldir, ef sérhver atómu-ögn þræddi með bundinni hlýðni og ósjálfráðri samvizkusemi sína ákveðnu alls- herjar-braut. Hin meinlega villimanns-spurning: »Hví deyðir guð eigi djöfulinn?« þykir heldur en eigi kýmileg, af því vér ósjálfrátt skynjum, að slíkt er ómögulegt. Eg þekki gamla og góða konu, sem daglega bað drottinn sinn með mestu alvöru og innileik hjartans, að hann fyrir sakir sinnar miskunnar vildi gjöra djöful- inn sáluhólpinn. Athugum vel það dæmi; er það ekki eftirtektar- vert? Hve margir miklir guðfræðingar hafa eigi alvarlega þráttað um það, hvort fjandinn gæti farið vel? Eins og gamla konan vóru þeir svo bundnir við bókstaf guðfræði sinnar, að þeir sáu eigi, hver mótsögn lá í því máli. Guð og djöfullinn eru tilsvarandi huggrip, relatívt hvort öðru háð, svo guð mundi hætta að vera guð, ef enginn djöfull væri til. Alheimurinn er þannig gjörður, að þróun hins hærra lfs er ómögu- leg án sterkrar áherzlu. Varmaglóð sálarinnar, framleidd úr hin- um kalda leir jarðarinnar, stefna þróunarandans eftir góðleik og framför, framleidd úr ilsku þeirri og ofstopa, sem drotnar í frum- lífsins tilverustríði, vitið, hugsunin, fyrirhyggjan, framleitt úr kulda- doða þess efnis, er vér köllum »materíu í hreyfing« — alt þetta framkemur fyrir feykilega áherzlu; það eru afurðir eftir stríð og starf, sem orðið hefir fram að leggja ógnar-áreynslu, og sífelda fyrirhöfn hefir viðþurft til varðveizlu þeirra fjársjóða, sem smá- saman urðu unnir. Erfiðleikar, sem sigra þarf, heita á máli afl- fræðinnar »mótstöðu-kraftur«, og þessi mótstöðu-kraftur er, ef rétt erskoðað, mikilvægur, og jafnvel blessunarríkur gjörandi í alheims- byggingunni. Væri enginn mótstöðukraftur, þyrfti engrar áreynslu við til að ná eftiræsktu marki, væri veröldin eintóm sæla og sið- prýði, væri engin þróun til, engar framfarir, engar fyrirmyndir (ídeöl); öll verksvæði lífsins flytu þá á allsherjar-úthafi yndis og friðar, og allir hlutir yrðu hreifir og hrifnir af himneskri sælu. Sársauki framleiðir ósk eftir einhverju betra, og vantanir vekja 1

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.