Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1903, Qupperneq 25

Eimreiðin - 01.09.1903, Qupperneq 25
í85 eftirþrá umbóta. Fengi kennanarfæri þvenglanna allar þarfir þeirra bættar án frekari áreynslu, þá hefði maburinn aldrei risið upp úr leðjudjúpi lindýrsins, og lifði hann í dag í Eden iðjuleys- ingjanna, mundi hann eigi ónáða sig með uppgötvunum, umbótum og framförum; hann mundi eigi öðru sinna en hugsunarlausri nautn eða munaði. Ekkert mundi eftirreka ef engin væri barátta við böl og þraut, engin þörf dygðar og engin hugsun um endurlausn og sáluhjálp. l’ar væru og engin illindi, en eigi heldur nokkur góðleiki. Öll tilveran yrði gagnsýrð af siðferðislegu kæruleysi. Gott er gott einungis fyrir það að ilt er annars vegar, og guð er guð af því að hins vegar er djöfull. Eins og hið illa er eigi alveg neikvætt, eins er mynd Satans í trúarfræðunum meir en ímyndun ein. Goethe segir: »Pví illa má ei alveg glata, Og árinn gamli er meir en hró; ÍVí hann, sem allir — allir hata, Er eitthvað þó«, Lítum nú á hvernig Satan er úr garði gjörður í guðfræði, þjóðsögnum og skáldskap. Er hann eigi einkar-fróðlegur karl? Prátt fyrir það, að hann er frömuður og forkólfur allra glæpa, hefir hann ófáar fegri og skárri hliðar, eins og göfgum og gild. um stórhöfðingja sæmir. Eftir frásögunni í 3. kap. Genesisbókar er Satan faðir vísinda, því að hann ginnir Evu til að smakka á eplinu skilningstrésins, og hinir svo nefndu Ofítar (gnóstiskur trú- arflokkur) dýrkuðu höggorminn fyrir þá sök. Satan kemur óróa af stað í mannfélaginu, sem aftur kemur hreyfing á heiminn áfram og upp á við, þrátt fyrir öll óþægindi; hann er frömuður rann- sókna, uppgötvana og framsóknar. Peir Gíordanó Brunó og aðrir vísindamenn vóru álitnir afsprengi hans og hans vegna of- sóttir og á bál bornir af kirkjunni. Og þegar vér lítum til samn- inga manna við djöfsa, verður oss ósjálfrátt að bera virðing fyrir þessum forna höfðingja. Satan hjá Milton er hinn mesti stórbokki og hinn harðvígasti landráðaseggur og fullhugi, sá er heldur kýs að þola eilífar píslir, en að láta undan. Athugum eingöngu það atriði, að samkvæmt samhljóða vitnisburði mótstöðumanna hans, getur enginn verið áreiðanlegri viðskiftamaður en hann. Hann hefir verið prettaður og svikinn af ótölulegum syndurum, dýrðlingum,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.