Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1903, Síða 27

Eimreiðin - 01.09.1903, Síða 27
í87 lokum til einhverra umbóta á hagskjörum vorum. í raun réttri er hann einn hinna þörfustu þjóna hins almáttuga, og allar hans herfilegustu skapseinkunnir hverfa, þegar vér athugum, hversu nauðsynlegur hann er í fyrirkomulagi náttúrunnar — eins og heilsu- samlegt eggjunarbrýni til framkvæmda, og sem mótstöðuafl til að vekja manndáð og rögg hverrar sálar. Að réttu lagi er djöfullinn ómissandi hjástoð drottins og útvalið verkfæri. Og svo vér töl- um heimspekilega eða á mýstiskan hátt, þá er jafnvel tilvera djöf- ulsins full guðs nálægðar. Guð, sem alt í öllu, skoðaður eins og alræðisvald breytninnar, er í sjálfu sér hvorki hið illa né góða; en alt fyrir það er hann í hinu góða, en einnig í hinu illa. Hann yfirtekur bæði ilt og gott. Guð er í vextinum og í hnignuninni; hann opinberar sig í lífinu og hann birtist í dauðanum. Hann má finna í ógnum stormsins og í blíðu góðviðrisins. Hann býr í háleitum eftirlöngunum, og í sælumeðvitund góðrar viðleitni. En hann vitjar vor líka í afleið- ingum illra athafna. Pað er rödd hans, sem fylgir vondri með- vitund, og hann er með í bölvun ranglætisins, og í þeim skilningi er hann nálægur í sjálfu hinu illa. Jafnvel hið illa, freisting og synd, verkar til góðs: Kennir oss. Og hann, sem eyru hefir að heyra, augu til að sjá og hugsun til að skilja, getur lært að lesa sér lærdóm til uppbyggingar út úr sjálfri tilveru hins illa — lær- dóm, að það þrátt fyrir allar ógnir, sem það vekur, er vissulega eigi áhrifaminna eða guði ósamboðnara en háleitar fyrirmyndir fullkominnar breytni. M. J. Sögur frá Indlandi. Eftir RUDYARD KIPLING. Uppreisn fílsins. Einu sinni fyrir mörgum árum var bóndi á Indlandi, sem vildi ryðja skóglendi allmikið til kaffiræktunar. Pegar hann nú hafði látið höggva öll trjen og brenna burtu alt kjarrið, stóðu þó trjá- stubbarnir eftir með rótunum. Dýnamit er dýrt og seinlegt að

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.