Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1903, Side 31

Eimreiðin - 01.09.1903, Side 31
I91 »Vertu rólegur, Skógarsvínið þitt, Chihun er húsbóndi þinn í tíu daga. Og kveddu mig nú, allra bezta dýrið mitt, Gimsteinn allra skapaðra fíla, Perla hjarðanna, haltu hinni dýrmætu heilsu þinni; vertu dygðugur; og vertu nú sæll!« Moti Guj vafði rananum utan um Deesa og sveiflaðí hon- um tvisvar upp í loftið. Pannig fór hann nú að því að kveðja mennina. »Nú mun hann vinna«, sagði Deesa við bóndann. »Má ég svo fara?« Bóndi kinkaði kölli og Deesa hvarf inn í skógana. Moti Guj hélt af stað til að rífa upp stubba. Chihun var mjög góður við hann, en þrátt fyrir það var hann leiðindafullur og hryggur. Chihun gaf honum alls konar góðgæti og klóraði honum og kjassaði hann; og á kveldin lék litli dreng- urinn hans sér við fílinn og kona hans kjassaði hann og kallaði hann augasteininn sinn, en Moti Guj var piparsveinn að náttúru- fari eins og Deesa, og hann skildi ekki í ánægju heimilislífsins. Hann þráði ljósið í sínum heimi — fyllitúrana og svefninn á eftir, harðýðgislega barsmíðið og ofsalegu blíðulætin á eftir. Eigi að síðurvann hann dyggilega og bónda furðaði. Deesa hafði farið víða og loks mætti hann brúðfylgð úr þorpi sínu; hann slóst í förina og drakk og dansaði og dublaði þangað til hann gleymdi öllu um tíð og tíma. Morgunn hins ellefta dags rann upp og enginn Deesa kom. Moti Guj var leystur, til að fara til vinnu eins og vant var. Hann fullvissaði sig um að hann væri laus, leit í kringum sig, ypti öxl- um og labbaði svo af stað í makindum, eins og hann ætti erindi annarstaðar. »Nei, nei. komdu tilbaka*, hrópaði Chihun, »komdu tilbaka og settu mig á hálsinn á þér, Ógæfuborna fjall, komdu tilbaka Ljómi hlíðanna. Prýði alls Indlands komdu til vinnu, eða ég skal lemja hverja einustu tá burt af feitu framlöppinni þinni!« Moti Guj rumdi ofur-spaklega, en hlýddi ekki. Chihun hljóp því á eftir honum með reipi og náði honum. Moti Guj lagði kollhúfur og Chihun vissi vel hvað það þýddi, þó hann reyndi að afstýra því með því að setja hart á móti hörðu. »Láttu mig ekki sjá neitt af heimskupörum þínum«, sagði hann. »Til jötunnar þinnar Tindabikkjan þín!« »Hrrump!« sagði Moti Guj, og það var alt og sumt—það og kollhúfurnar.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.