Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1903, Blaðsíða 35

Eimreiðin - 01.09.1903, Blaðsíða 35
195 hann vildi. Petta leyfi var nú ekki eins göfugmannlegt og það kann að virðast í fyrsta bragði, því Tobra litli átti hvergi hæli, og eiginlega ekkert til að eta og hreint ekkert að klæða sig í. Hann labbaði inn á milli húsanna og settist á brunnþróna og fór að hugsa um, hvort hann mundi neyðast til að fara yfir' »svarta vatnið stóraí,1 2 ef hann nú dytti ofan í svarta vatnið í brunninum. Par kotn hestasveinn og fleygði stórum múlpoka á steinana, og þar eð Tobra litli var svangur, fór hann að snapa saman fáein bleytt grjón, sem hestinum hafði sézt yfir. »Já, já, þjóíur — og nýsloppinn undan hendi laganna! — Komdu hérna«, sagði hestasveinninn, og Tobra litli var teymdur á öðru eyranu fram fyrir stóran og feitan Englending, sem fékk svo að heyra söguna um þjófnaðinn. «Hvað þá!« sagði Englendingurinn þrisvar sinnum (hann not- aði bara kjarnbetra orð). »Láttu hann í vagninn og farðu heim með hann«. Svo var Tobra litla fleygt í vagn og ekið með hann heim til Englendingsins, þar sem hann efaðist ekki um, að sér mundi verða slátrað eins og grís. »Hvað þá!« sagði Englend- ingurinn eins og fyr. »Bleytt grjón! Guð sé oss næstur! Gefið þið litla anganum að borða, einhver ykkar, og við skulum gera úr honum hestadreng. Bleytt grjón, guð minn góður!« »Segðu okkur sögu þína«, sagði yfir-hestasveinninn við Tobra eítir máltíð, er þjónarnir hvíldu sig í herbergjum sínum, bak við íveruhúsið. ?ú ert ekki af hestasveina-flokkinum3 kominn, nema ef það skyldi vera vömbin í þér. Hvernig komstu fyrir réttinn, og hvers vegna? Svaraðu, skollans litli ormurinn þinn«. »Við höfðum ekki nóg að borða«, svaraði Tobra litli rólega, »þetta er góður staður«. »Talaðu blátt áfram«, sagði yfir-hestasveinninn, »eða ég skal láta þig moka hesthúsið hans stóra Rauðs, sem bítur eins og úlfaldi«. »Við erum »telí-ar«, olíupressarar«, sagði Tobra litli og krafsaði upp rykið með tánum. »Við vórum telí-ar, faðir minn, móðir mín, bróðir minn, sem var 4 árum eldri, ég og systir mín«. »Hún sem fanst dauð í brunninum?« spurði einhver, sem hafði heyrt um málið. 1 Sbr. ána Gjöll í hinni norrænu goðafræði. 2 Hjá mörgum indverskum þjóðum gengur atvinna í arf, og skiftast þeir í flokka eftir því. i3:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.