Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1903, Blaðsíða 41

Eimreiðin - 01.09.1903, Blaðsíða 41
201 og Títana1 sigrari með tíu álna langan reiðarflein í hendinni og lætur stýfa af þér lokkana.2 Hve nær ætlarðu þá, undarlegi guð! að hætta að vera skeytingarlaus um þvílíkt athæfi? eða hve nær muntu refsa fyrir svo gífurleg rangindi? hvað margar Faeþons brennur eða Devkalíons flóð3 skyldu þurfa að koma til þesS að þú hegnir heiminum fyrir slíkt ofurmegn ilskunnar? 5. En ég sleppi nú hinu almenna og fer að tala um sjálfan mig, sem. hefi tekið svo marga Aþeninga upp af götu minni, komið þeim til upphefðar og gert þá auðmenn úr öreigum, — um mig, sem hefi hjálpað öllum bágstöddum og hreint að segja ausið út auðæfum mínum í góðgjörðum til vina minna. Pegar ég nú fyrir hið sama er orðinn fátækur, þá kannast enginn við mig af þeim, sem annars lutu mér og hneigðu sig fyrir mér ofan í duftið og hlýddu hverri minni bendingu; þvert á móti, ef ég mæti einhverjum þeirra á strætunum, þá víkur hann af vegi fyrir mér eins og menn ganga fram hjá grafstyttu, sem hrunin er af tímalengdinni, yfir moldum einhvers löngu dáins manns og virða sig ekki einu sinni til að lesa á henni letrið. Sumir fara á svig inn í annað stræti þegar þeir sjá mig, eins og þeim þætti and- stygð og ills viti að líta þann mann augum, sem fyrir skemstu var bjargvættur þeirra og velgjörðamaður. 6. Pannig hafa þá bágindin flæmt mig á þennan útskækil og hér er ég nú í skinnstakki mínum að pæla jörðina fyrir fjögra obola4 dagkaup, um leið og ég sökkvi mér niður í heimspekilegar hugleiðingar yfir grefinu mínu og einverunni. Eg þykist þó að 1 Títanar, afkvæmi Úranosar og Gaju (Jarðar), hófu hernað gegn Sevs, en hann varpaði þeim niður í Tartaros með hjálp Hekatonkíra (hinna hundraðhentlu risa) og Kyklópa (Hringeyginga), Gígantar vóru áþekkir Títönum og fjandsamlegir Olympsgoðum, synir Gaju. Þeir hlóðu upp fjöllum og réðu til áhlaups á Olymp, en Sevs laust þá til l)ana með eldingum sínum eða keyrði þá niður í jarðdjúp undir eldfjalla-eyjar. 2 Hár, skegg, skikkja og fótabúnaður Sevs-líkneskjunnar í Olympíu var at skíra gulli. 3 Faeþon, sonur Sólarguðs (Helíosar) og Klýmene, fékk leyfi hjá föður sínuni til að aka sólarvagninum einn dag, en kunni ekki stjórn á því, svo hann fór ýmist of hátt eða of lágt og kviknaði við það í himni og jörð; laust Sevs hann þá með reiðarslagi og steypti honum niður í djótið Erídanos. Flóðið mikla, sem kent er við Devkalíon, lét Sevs koma yfir jörðina sakir óhæfuverka mannanna og engan af komast nema Devkalíon (Prómeþevsson) og Pyrru frænku hans, og urðu þau frumforeldrar nýs mannkyns. 4 Obolos (obol) grísk smámynt, um tíu aura virði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.