Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1903, Page 43

Eimreiðin - 01.09.1903, Page 43
203 En þegar þeir höfðu vandlega etið inn í skinin beinin og nagað þau og gjörsogið út merginn, ef nokkur var, þá flugu þeir leiðar sinnar og skildu manninn eftir skrældan og skorinn frá rótum, létust svo ekki þekkja hann né litu við honum — því skyldu þeir líka hafa gert það? — auk heldur að þeir hjálpuðu honum eða létu síns vegar neitt af hendi rakna við hann. Pess vegna hefir hann tekið gref í hönd, búist geitskinnsstakki og farið burt úr borginni fyrir óvirðingar sakir, og fæst nú við jarðyrkju sem dag- launamaður; er hann svartur í geði af gremjunni við fanta þá, sem auðgast hafa á honum, en reigsa nú fram hjá honum með dramdi og muna ekki einu sinni eftir, að hann heitir Tímon. 9. Sevs. Pann mann ættum vér sannarlega sízt að láta oss sjást yfir eða láta óhirt um; það var öll von á því að hon- um sárnaði ógæfa sín, því við sjálft liggur, að oss farist ekki bet- ur en bannsettum smjöðrurunum, þar sem vér gleymdum þeim manni, sem hefir brent svo mörg bráðfeit nauta- og geitalæri á blótstöllum vorum. Eg hefi ilmkenningu af því enn þá í nösum mínum. En sakir míns milda annríkis og hávaða, sem stendur af meinsærismönnum, ribböldum og ræningjum, og með fram af órta fyrir musterisþjófunum — því þeir eru margir og ilt að sjá við þeim svo þeir lofa mér ekki einu sinni að dotta eitt augnablik — af öllu þessu vnr það, að ég hefi ekki langa lengi litið niður á Attíku, einkum síðan heimspekin og kappræðurnar fóru þar svo fjarskalega í vöxt. því þar er það rifrildi og óhljóð, að það heyr- ist ekki einu sinni til þeirra, sem eru að biðjast fyrir. Annað- hvort verð ég því að sitja með troðin eyrun eða ég seigdrepst á því að heyra þeirra endalausa ræðuglamur um eitthvað, sem þeir kalla dygð, um líkamslausar verur og annað þess konar þvogl. Svona stóð nú á því, að vér gáfum þessum manni engan gaum, og er hann þó ekki slakur. 10. Hvað um það, flýttu þér nú til hans, Hermes minn! og taktu hann Auð (Plútos) með þér. En Auður hafi með sér hann Sjóð (Þesdros) og skulu báðir dvelja hjá Tímoni og skilja sig ekki frá honum svo léttilega og það ekki, þó hann að nýju hreki þá á dyr með öðlingsskap sínum. En hvað smjaðrarana snertir og vanþakklætið, sem þeir hafa sýnt honum, þá muti ég finna þá í fjöru og skulu þeir fá sín makleg málagjöld, þegar ég hefi lát- ið gera að þrumufleininum mínum, því það brotnuðu og sljóvguð- uát á honum tveir stærstu tindarnir þegar ég skaut í bræði minni

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.