Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1903, Qupperneq 46

Eimreiðin - 01.09.1903, Qupperneq 46
20Ó þessa um sig. Ég má með öllum rétti álíta, að Tímon haíi sóað mér svo ógegndarlega og kærulaust, einmitt þess vegna, að hann hafði engan vinarþokka á mér. En þá, sem varðveita mig innan dyra og í myrkri, til þess ég gildni og verði feitur og digur, en snerta mig ekki og lofa mér ekki að komast í dagsbirtuna, til þess að enginn maður sjái mig, þá álít ég vera heimskingja og saka þá um misþyrmingu, þar sem þeir láta mig saklausan drafna í slíkum fjötrum, en gæta þess ekki, að þeir verða sjálfir að fara innan skamms og eftirláta mig einhverjum lánsmanninum. 16. Ég lofa því hvorki þessa né þá, sem eru of fljótt búnir með mig, heldur þá, sem hafa hóf á hlutunum, eins og jafnan er fyrir beztu, og hvorki halda. sér alveg frá mér né fullkomlega varpa mér á glæ. Pví í Sevs nafni, hugsaðu nú eftir því, Sevs! ef einhver gengi að eiga unga konu og fagra á löglegan hátt, en gætti hennar ekki síðan og væri svo afbrýðislaus, að hann lofaði henni að fara hvert sem hún vildi bæði dag og nótt og hafa sam- búð við hvern, sem hún vildi, já, meira að segja, leiddi hana sjálfur til legorðs með öðrum, lyki upp fyrir henni annarra dyrum, kæmi henni saman við aðra til saurlífis og byði öllum mönnum til hennar, ætli þá svo mundi þykja sem sá maður væri réttur elskari? að minsta kosti mundir þú, Sevs! víst aldrei fallast á það, þú sem ert svo margreyndur í ástarefnum. 17. En ef nú hins vegar einhver maður leiddi frjálsborna, blómlega og fríða yngismey heim í hús sitt til þess að geta við henni lögmætt afkvæmi, en hvorki snerti hana sjálfur né leyfði öðrum svo mikið sem að horfa á hana, heldur héldi henni inni- lokaðri í ungfrúrstandi sem afkvæmislausri óbyrju, og segðist þó engu að síður hafa ást á henni og sýndi enda utan á sér merki þess með litverpu hörundi, megruðu holdafari og holum augum, mundi ekki sá maður þykja viti sínu fjær, þar sem hann, í stað þess að geta börn og njóta yndis af hjúskapnum, lætur hina fríðu og elskuverðu meyju morna og þorna og heldur hana æfilangt, sem væri hún hofmey Demetru?1 fetta er nú það, sem mér mis- likar, að sumir troða mig háðulega undir fótum, tæta mig í sundur og tæma mig, en sumir hefta mig í fótjárnum eins og brenni- merktan strokþræl. 18. Sevs. Pví ertu nú svo gramur við þá? hvorum tveggja 1 Demetra (Demeter), gyðjan sem réð fyrir akuryrkju og félagslegri skipun-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.