Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1903, Page 48

Eimreiðin - 01.09.1903, Page 48
208 aldur. En þegar ég á aö fara burt, þá skyldirðu sjá hvað vel ég er fleygur, enda . miklu hraðfleygari en draumur. Væri ég veð- hlaupsmaður, þá mundi ég óðara eti skeiðreipið fellur, vera þotinn yfir endilangt skeiðið, stundum svo hratt að áhorfendurnir fengju ei augu á fest, og þá þegar úthrópaður sem sigurvegari. Hermes. Petta segirðu ekki satt, því ég gæti nefnt þér marga, sem seinast í gærdag áttu ekki svo mikið sem einn obol í eigu sinni til að kaupa sér hengingaról, en eru í dag orðnir rík- ismenn, berast mikið á og aka með hvítum hestum fyrir, en höfðu áður aldrei átt svo mikið sem áburðarasna. Og er mér nær að halda, þegar þeir ganga svona purpuraklæddir um kring með gullhring á hverjum fingri, að þeir eigi sjálfir bágt með að trúa, að auðlegð þeirra sé annað en draumur. 21. Auður. Pað er nú alt annað, Hermes! Til þessara manna hefi ég ekki arkað á mínum eigin fótum og það er þá ekki Sevs, sem hefir sent mig til þeirra, heldur hann Plútón,1 með því að hann er auðgjafi og stórgjöfull, eins og líka ráða má af nafni hans. fegar ég nú á að flytja frá einum til annars, þá leggja menn mig á rittöflu, innsigla mig vandlega, taka mig upp í skyndi og bera mig út úr húsinu. Nú hvílir hinn framliðni ein- hverstaðar í húsinu, lagður til úti í skúmaskoti með einhverja fornfálega línvoð yfir hnjánum, þar sem kettirnir eru að rífast um hann, en þeir, sem gera sér vonir um mig, bíða mín á meðan á torginu með uppspertu gini, eins og þegar tístandi svöluungar þreyja eftir því að móðursvalan fljúgi heim í hreiðrið. 22. Nú er innsiglið tekið frá og skorið á þráðarbandið, rit- taflan (erfðaskráin) opnuð og hrópað út nafn hins nýja húsbónda míns, sem þá er ýmist einhver frændi hins fyrra, stundum ein- hver smjaðrari eða sauruglegur þræll, sem hefir verið í metum fyrir þjónkun til líkamslostá, í tilbót smárakaður á kjálkunum og ber þessi sómamaður mikið verðkaup úr býtum fyrir þær mörgu og margvíslegu unaðsemdir, sem hann þegar roskinn að aldri hefir veitt herra sínum. Erfinginn, hver sem hann nú kann að vera, hramsar mig þá ásamt erfðaskránni og hleypur burt, heitir hann þá annaðhvort Megakles, Megabyzos eða Prótarkos í stað- inn fyrir Pyrros, Dromón eða Tibíos; hina, sem árrangurslaust 1 Plútón, undirheimaguð; hann var eigi aðeins draugaguð, heldur einnig jarðguð, frjósemdarguð og eignardrottinn málma, og var það hin mildari hlið veru hans.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.