Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1903, Side 50

Eimreiðin - 01.09.1903, Side 50
210 prettaður, þar sem hann heldur að þú eftir hans vilja gerir alla þá ríka, sem hann álítur þess maklega? Auður. Jú, og það er honum þá reyndar mátulegt, góður' inn minn! hann veit það að ég er blindur og sendir mig samt til að leita upp það, sem er svo torfundið og horfið burt úr heim- inum fyrir löngu; þó ég væri eins skarpskygn og hann Lýnkevsþ þá mundi það samt ekki vera hægfundið, svo óglögt er það og örsmátt. Og með því nú að fátt er til af góðum mönnum, en mesti fjöldi af hinum vondu, og þeir ráða öllu í borgunum, þá lendi ég öllu auðveldlegar innan um hina síðari og verð veiddur í netjum þeirra. Hermes. En hvernig víkur því við, að þér veitir svo hægt að flýja, þegar þú yfirgefur þá, og sér þó ekki veginn? Auður. Eg verð þá einhvernveginn svo skygn og fótfrárr en ekki nema rétt í þann svipinn, þegar ég flý. 26. Hermes. En svaraðu mér nú líka upp á þetta, hvern- ig á því stendur. þar sem þú — satt að segja — ert blindur, fölur yfirlits og þunglamalegur, að samt skuli svo margir vera ástfangnir í þér og allra augu mæna eftir þér? þegar þeir fá þig, þykjast þeir sælir, en þegar þeir missa þig, þykir þeim sér ekki líft. Veit ég þá menn, sem elskuðu þig svo ólánlega að þeir, eins og skáldið segir, »steyptu sér ofan fyrir flughamra í hyldýpis- haf«, einungis af því þeir héldu að þú litir þá fyrirlitningar augum, þar sem þú þó í rauninni hafðir alls ekki séð þá. Að öðru leyti þykist ég vita, að, ef þú antiars þekkir sjálfan þig, þá munirðu vera mér samdóma um það, að það sé vitfirrings háttur að leggj- ast svo tryllingslega á ástarhugi við annan eins karl og þig. 27. Auður. Heldurðu þá að ég komi þeim fyrir sjónir eins og ég er, svona blindur og haltur og með' þeim öðrum lýtum, sem á mér eru? Hermes. Lví ekki það? Peir mættu þá líka sjálfir allir saman vera blindir eins og þú. Auður. Ekki blindir, minn kæri! en hitt er það, að hugskot þeirra er þokuvafið af fávizkunni og villunni, sem nú ráða ríkast í heiminum. Svo hefi ég líka sjálfur, til þess að sýnast ekki með öllu ófrýnn, látið fyrir andlit mér hina yndislegustu grímu, sem 1 Lýnkevs var einn af Argóarförum (Argónátum) og sá hann í gegnum holt og hæðir; er því til hans jafnað um skarpskygni.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.