Eimreiðin - 01.09.1903, Page 51
211
ljómar af gulli og gimsteinum, og kem ekki fram fyrir þá öðru
vísi en í ljómandi litklæðum. Peir ímynda sér þá, að þeir sjái
fegurð minnar eigin ásjónu, verða ástfangnir í mér og örvænta
þegar þeir fá mig ekki. En væri ég afklæddur og sýndur þeim
eins og ég er, þá mundu þeir vissulega naga sig í handarbökin,
að þeir skyldu vera svo hraparlega glámskygnir og verða ástu'm
heillaðir af þeim, sem svo er óelskuverður og afskræmislegur.
28. Hermes. En hvað kemur til, að þegar þeir eru orðnir
ríkir og hafa sjálfir sett upp grímuna, þá láta þeir samt blekkjast,
og ef einhver vildi taka frá andliti þeirra, þá mundu þeir fyr
sleppa höfði sínu en grímunni? Eað er þó ekki líklegt, þegar
þeir sjá alt að innanverðu, að þeir ekki viti, að öll fegurðin er
máluð utan á.
Auður. I þessu líka, Hermes minn! er ekki heldur svo fátt,
sem legst mér til liðs.
Hermes. Og hvað skyldi það vera?
Auður. Jú, því þegar einhver, sem ég hitti, er búinn að
opna hurðina til að taka við mér, þá laumast annað inn með mér
sem enginn sér, drambið, fávizkan, kveifarskapurinn, hrokinn og
blekkingin og ótal þess konar verur. Eegar nú sál hans er fang-
in af öllu þessu, þá dáist hann að því, sem ekki er aðdáunarvert
og fíkist eftir því, sem hann ætti að forðast, og mig, sem er faðir
alls þessa illþýðis og umkringdur af því eins og varðliði, mig dá-
samar hann og mundi víst vinna til að þola alt ilt, heldur en að
sleppa mér.
29. Hermes. En þú ert svo sleipur og háll og erfitt að
halda í þig, Auður! fú ert hlaupgjarn og gefur ekki á þér hand-
festi, heldur smýgurðu, ég veit ekki hvernig, út um greiparnar,
eins og áll eða ormur; en þar á móti tollir hún Örbirgð vel við
eins og fuglalím, enda eru og út úr líkama hennar vaxnir önglar,
svo þúsundum skiftir, og krækjast þeir, sem koma henni of nærri,
á þeim, og eiga ekki gott með að losast. En nú höfum við út
úr öllu masi okkar gleymt nokkru, sem er næsta áríðandi.
Auður. Og hvað er það?
Hermes. Við höfum ekki tekið með okkur hann Sjóð (Pes-
áros) og hans er þó mest þörfin.
30. Auður. Vertu óhræddur þess vegna; ég skil hann
ætíð eftir í jörðunni, í hvert skifti sem ég fer upp til ykkar, og
M'