Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1903, Síða 55

Eimreiðin - 01.09.1903, Síða 55
215 fremur hefir þú gert á minn hluta með þvf að þú kastaðir mér svo óvirðulega fyrir hraktnenni, sem hældu þér, glöptu þér sjónir og sátu á svikráðum við mig. Og á endanum segirðu að ég hafi svikið þig. Ég gæti þá þvert á móti borið þér á brýn, að þú hefir með öllu móti rekið mig frá þér og hrundið mér á höfuðið út úr húsum þínum. Pess vegna hefir þín margheiðraða Örbirgð fært þig úr skikkjunni þinni voðfeldu og steypt yfir þig þessum " •geitstakk í staðinn. Hann Hermes þarna getur borið það með tnér, að ég þrábændi Sevs að senda mig ekki oftar til þess manns, sem færi svo óvinsamlega með mig. 39. Hermes. Éarna sérðu, Auður! hvort hann hefir ekki tekið sinnaskiftum. Éú getur nú alveg óhræddur lagt lag þitt við hann. Graf þú nú, Tímon minn! strax í stað, en sjá þú, Auður! fyrir því að hann Sjóður leggi sig undir grefið hans; hann mun gegna þér þegar þú kallar á hann. Tímon. ■ Jæja, Hermes! ég skal þá láta að orðum þínum og verða ríkismaður í annað sinn. Tví hvað er það, sem menn ekki verða að sætta sig við, þegar guðirnir neyða mann? En hugsaðu ' nú eftir, í hvaða ástand þú kemur mér ógæfusömum manni, þar sem ég alt til þessa lifði ánægjusamasta lífi, en verð nú, þó ég hafi ekkert afbrotið, að taka við slíku ógrynni gulls og svo ótal mörgum áhyggjum. 40. Hermes. Gerðu það fyrir mín orð, góði Tímon! að ■gangast undir þetta, þó þér þyki það ilt og óbærilegt, gerðu það, þó ekki væri nema til þess, að þínir fyrri smjaðrarar rifni af öf- und. En ég flýg nú aftur upp í himininn, yfir Etnu. Auður. Farinn er hann, held ég; ég heyri það á vængja- slættinum, en bíddu við hérna, Tímon! því ég ætla að fara og senda þér hann Sjóð, eða þá öllu heldur, pjakkaðu hann upp sjálfur. Upp þú gullni Sjóður! gegndu honum Tímoni hérna og lofaðu honum að taka þig upp. Högg þú nú niður, Tímon! eins •djúpt og þú getur. En ég fer nú frá ykkur. 41. Tímon. Hana þá, grefið mitt! taktu á því, sem þú hefir til, og náðu fyrir mig honum Sjóði neðan úrjörðunni og upp í birtuna. Ó, þú Sevs, stórmerkja guð! þér kæru Korýbantar!1 1 Korýbantar vóru prestar Hreu Kýbele og frömdu þeir dýrkun hennar með miklum hljóðfæraglaumi, dansi og æðigangi. Tímon tryllist í líkingu við Korýbanta af fögnuðinum yfir gullinu.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.