Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1903, Page 57

Eimreiðin - 01.09.1903, Page 57
217 alla og lifa í bílífi einn fyrir sig og langt frá öllum fagurgala og ógegndar-hólburði. Einn sér mun hann færa guðunum fórnir og gera sér til góða sem sinn eiginn granni og nábýlismaður, langt, langt frá öðrum mönnum. I eitt skifti fyrir öll sé það lögtekið, að hann rétti engurn hægri hönd nema sjálfum sér og þegar hann á að deyja, þá setji hann sjálfur á sig dánarkranzinn. 44. Mannhatara-nafnið skal vera honum allra nafna kærast og lyndismerki hans veri: önugleiki, þjösnaháttur, hrottaskapur, fólska og ómannblendni. Sjái Tímon einhvern vera að drepast í eldsvoða og heyri hann grátbæna, að slökt sé, þá skal hann slökkva með biki og olíu. Ef mann rekur eftir fljóti í vatnavöxt- um og hann réttir upp hendur og biður hann að taka í sig, þá skal hann hrinda honum í kaf með hausinn niður, svo ómögulegt sé fyrir hann að komast upp aftur. Svo hljóðandi lagafrumvarp bar upp Tímon Ekkekratídesarson frá Kólýttos, og sá hinn sami Tímon hefir látið samþykkja það á þingi sínu með atkvæðagreiðslu. Sé svo! þetta er vor vilji og þetta skulum vér drengilega halda. 45. En þó vildi ég gefa mikið til að öllum yrði þetta kunn- ugt, að ég er orðinn svo vellríkur, því sú frétt mundi verða þeim hengingar efni. Nei, bitti nú! hvað er að tarna, skárri er það flýtirinn, Koma þeir ekki þarna hlaupandi úr öllum áttum mold- roknir og másandi. Einhvernveginn, hamingjan veit hvernig, hafa þeir fengið nasaþefinn af gullinu mínu. Hvað er til ráða? hvort á ég heldur að fara upp á hólinn hérna og reka þá burt með grjót- kasti ofan að úr hærri stað, eða á ég nú að gera lagabrot í fyrsta og síðasta sinn með því að tala við þá, svo þeir særist enn meira af fyrirlitningunni, sem ég sýni þeirn; það held ég sé öllu betra. Ég ætla þá að standa hérna kyr og taka móti þeim. Nú, nú, sjáum til; hver er að tarna, sem hleypur fremstur af öllurn? Á, það er hann Gnaþónídes, smjaðrarinn; hann, sem fyrir skemstu bauð rnér snöru þegar ég bað hann um féstyrk, og hefir hann þó ælt upp heilum tunnum heima hjá mér. Pað var fallega gert af honum, að korna fyrstur. Hann skal líka fá sína ádrepu á undan öllum hinum. 46. Gnaþónídes. Sagði ég það ekki alténd, að guðirnir mundu ekki gleyma öðlingnum, honum Tímoni. Sæll og bless- aður, Tímon! þú minn ljúfasti og elskulegasti drykkjufélagi! Tímon. Já, já! sæll vertu líka, Gnaþónídes! allra hræfugl- anna gráðugastur og allra manna bölvaðastur!

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.