Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1903, Qupperneq 62

Eimreiðin - 01.09.1903, Qupperneq 62
222 heilli kökunni eða öllu svíninu, eða hverju því, sem kræsingagirni hans og græðgi fíkist eftir. Sýpur hann nú drjúgum á og er ekki nóg með það að hann syngur og dansar, heldur er hann uppi með skammir og illindi. Hann heldur hrókaræður yfir bikarnum og þá einna helzt um stillingu og siðsemi og er hann að þessu, jafnvel þó honum á meðan sé orðið bumbult af oídrykkjunni og þó hann sé farinn að drafa svo mikið að menn hlæja að honum. Endirinn á öllu þessu verður að hann ælir og seinast koma ein- hverjir, sem kippa honum upp og bera hann út úr samsætinu um leið og hann tekur báðum höndum utan um hljóðpípudrósina. En það þarf ekki til, því enda þó hann sé ódrukkinn, þá er hann einskis manns eftirbátur í lygi, frekju og ágirnd. Hann er fremst- ur í flokki smjaðraranna og fúsastur að sverja meinsæri. Hræsnin gengur á undan honum, en ósvífnin á eftir honum. Hann er í stuttu máli forkostulegt sýnishorn af heimspekingi og útmetinn kjörgripur. En hann skal bráðum fá sína vöru selda, heiðurs- kempan. — Hana! þarna kemur hann; það er langt síðan við höfum sézt, Prasýkles! 56. f’rasýkles. Já, Tímon minn! ég kem til þín, en ekki eins og allir þessir hinir, sem flykkjast að þér, af því þeir dást að auðæfum þínum og gera sér von um gull og silfur og kostulegar máltíðir, og smjaðra svo óspart, til að ná í þetta, fyrir þér sem ert svo látlaus og góður á að gefa. fú veizt að eitt byggbrauð er nægilegur málsverður fyrir mig, blóðberg eða karsi, eða ögn af salti, þegar ég vil gæða mér, það er mitt bezta krydd. Allur minn drykkur er úr Fögrulind, buran mín snjáða er mér betri en purpuri og gull met ég ekki meira en möl á sjávarströnd. Eg kom hingað einungis þín vegna, til þess að þú látir ekki spilla þér af auðnum, sem er sá versti og viðsjálasti hlutur og hefir einatt orðið mörgum manni að óbætanlegu tjóni. Ef þú vildir mínum ráðum fylgja, þá ættirðu helzt að fleygja öllum þínum auð- æfum í sjóinn, því þau eru með Öllu óþörf þeim manni, sem hef- ir tök á að finna alla vizkunnar auðlegð. En fleygðu þeim samt ekki þar, sem er mjög djúpt, vinur minn! heldur vaddu spölkorn út fyrir lágarðinn og fleygðu þeim þar, svo enginn sjái til þín nema ég einn. 57. En ef þér líkar ekki þetta, þá er annar vegur til að koma auðnum út úr húsum þínum og það svo, að þú þarft ekki að halda svo mikið sem einum obol eftir fyrir sjálfan þig. Skiftu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.