Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1903, Qupperneq 65

Eimreiðin - 01.09.1903, Qupperneq 65
225 mantiskir,« þótt þeir ekki kannist við það. Með útlendum orðum mundi þessi skáldskapur geta heitið »psychologisk Anatomi« eða »ana- tomisk Psychologi« — þeir eru alt af að kryfja sálina, og er ekki sér- lega skáldlegt. Grikkir höfðu orðtak sem frægt er orðið: Fvuiik aeauxóv (þektu sjálfan þig), en Goethe segir á einum stað, að hann biður guð að forða sér frá því;1 Lamartine segir að ekkert sé eins lítið kunnugt og manns-andinn:2 Og er auðfundið af þessu, að menn geta aldrei algerlega lösast við hið dularfulla, eða »rómantíkina.« Pví mun ekki verða mótmælt með rökum, að meginhluti núver- anda skáldskapar fæst við verklega hluti, en ekki við hugsjónir eða ímyndaðan heim. Ættjarðarkvæðin, sem nú eru ort, rugla alt af um framfarir, búskap, jarðyrkju og þess konar, svo maður verður að taka skáldskapinn í víðustu merkingu til þess að geta troðið þessu inn í helgidóminn. Það var ekki óhnittilega sagt af Jóni Ólafssyni um Guðmund, að hann væri »skáld frá hvirfli til ilja«. Það verður ekki sagt um marga. En þeir, sem ekki hugsa um annað en járnbrautir, rafmagn, gufuafl, smjörgerð og matinn, þeir munu trauðlega nenna að fylgja Guðmundi. Fyrst er að mihnast lítið eitt á kvæðasafnið, sem hann kallar »Hafsins börn.« Vera má að einhver geti gruflað upp, að skáldið hafi haft hugmynd sína einhverstaðar frá, en þetta má segja um alt eða flest. Það er ekki óvenjulegt að heyra þetta. Finni menn eitthvað svipað, þá á alt að vera eftirstæling. Margir munu þekkja það, sem Shake- speare segir í Hamlet, um að skýin breytist í ýmsar myndir; sama hugmvnd er hjá Aristófanes (Nscpskai 340 etc.) og hjá Lucretíusi (IV, 135—143); skyldi nú þessir menn hafa vitað hvor af öðrum? Ég held ekki. Þetta má segja um margt.3 En hvað sem um þetta er, þá er gaman að sleppa sér um stund og losa sig við þetta sífelda gróðajarm, sem suðar fyrir eyrunum upp aftur og aftur; það er gam- an að líðá með Gvendi inn í þennan töfraheim, þar sem hamarshögg og sagarhljóð ekki kemst að og trufla ímyndanina. I þessum kvæðum er Guðmundur sjóarskáld og töfraskáld, hann er alveg laus við mann- heim. Hómer og Byron hafa kveðið um hafið, svo að minnum er haft. En hvorugur þeirra hefir séð það eiginlega, stóra haf; þeir sáu ekki annað en Miðjarðárhafið ög Grikklandshaf (ég tel ekki þó Byron færi yfir spánska sjóinn, þegar hann fór fyrst frá Englandi) — þar sem Hómer segir: — ápcfl ór/.u|xa oxsíp’Q Tropcpupóov [xs'cáX’ "iays, vTjóí loúorj? — 1 »Uebrigens aber ist der Mensch ein dunkles Wesen, er weiss nicht wober er kommt noch wohin er geth; er weiss wenig von der Welt und am wenigsten von sich selber. Ich kenne mich auch nicht, und Gott soll mich auch davor behtiten«. 2 - j'bhomme n’a rien de plus inconnu autour de lui que l'homme méme«. 3 Til . eru kvæði eða eitthvað þéss konar 'eftir aðra (t. a. m. Ibsen og Drach- mann) með svipaðri fyrirsögn, en ég hefi ekki lesið þau, og .ég hefi enga lyst á að eltast við slíkar samlíkingar. — Þennan eltingarleik út um alt eftir líkingum, lánum og stælingum má einkum sjá í bók Bugges, sem hann kallar »Studier« -— eitthvert kátlegasta ritbarn sem ég þekki. 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.