Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1903, Page 69

Eimreiðin - 01.09.1903, Page 69
229 og dafna, við sjálfstjórnina og sporna á móti öllum tilraunum Noregs- konunga til að ná yfirráðum yfir iandinu, unz persónuleg valdafíkn einstakra manna og taumlausar ástríður bera þær að lokum ofurliði og knýjá Islendinga til að ofurselja sjálfa sig og frelsi sitt útlendu stjórn- arvaldi. En um leið er bent á, hvernig enn lifir þó eftir sjálfsstæðis- neisti í brjósti þjóðarinnar, sem hamlar henni frá að ofurselja sig skil- yrðislaust og örvar hana til að halda fast við og vernda í lengstu lög hin fornu landsréttindi, að svo miklu leyti sem unt var með hinu fiýja stjórnarfyrirkomulagi. f’essi sjálfsstæðisneisti sloknar aldrei til fulls. Hann blossar upp öðru hvoru og knýr þjóðina til að streytast á móti kúgun og valdboði hinna, útlendu hötðingja öld eftir öld. f’jóðernistil- finningin deyr aldrei út. Hún rénar að vísu og dofnar annað veifið og lætur aðeins örlítið á sér bera, en reisir þó stöðugt höfuðið á milli og lætur heyra sína gjallandi viðyörunarraust, þegar sem mestur voði vofir yfir þjóðinni. Þá er og sýnt, hvernig mesta niðurlægingar- tímabilið í lífi þjóðarinnar einmitt um leið er það tímabilið, þegar þjóðernistilfinningin er daufust og lætur minst á sér bera, — og svo aftur hitt, hvernig þá fyrst tekur að marki að rofa fyrir sól og sumri í lífi hennar, þegar sú tilfinning raknar við, minnist uppruna vorrar fornu frægðar og knýr þjóðina tii að rækja tungu sína og bókmentir. Þá hættir hún að reika á villigötum og víkur inn á þá braut, sem liggur til framsóknar og farsældar. Framsetningin er einkar ljós, fjörleg og alþýðleg, og myndirnar, sem sýndar eru, gerðar með svo skýrum dráttum og einkendar svo vel oft og tíðum, að mönnum hlýtur að. verða það minnisstætt. Vér skulum sem dæmi benda á, hvernig höfundurinn í örfáum orðum ein- kennir muninn á söguöldinni og Sturlungaöldinni: »Á söguöldinni er þjóðernistilfinningin ástríðum ein- staklingsins yfirsterkari, en á Sturlungaöldinni eru ástríð- ur einstaklingsins þjóðernistilfinningunni yfirsterkari, — eins og allir sjá að eins ofurlítið öfugstreymi í tilfinningalífi einnar kynslóðar, en þó í afleiðingum sínum nóg til að ráða örlögum heillar þjóðar.« En þó bókin sé yfirleitt vel samin og mikil nautn í að lesa hana, þá er hún eðlilega ekki gallalaus heldur en annað, enda er fátt svo, að ekkert megi að því finna. Þar sem höf. er að lýsa þjóðerni íslendinga og einkennum þess, leitast hann við að sanna, að það hafi orðið fyrir miklum keltneskum áhrifum, sumpart af langvarandi umgengni við Kelta og sumpart af blóðblöndun við þá. Um þetta erum vér höf. í rauninni sammála, en oss virðist hann þó ganga lengra í þessu efni en fullar sannanir eru fyrir og gera meira úr áhrifunum en ástæða er til. Hann virðist þar byggja ofmikið á ritgerðum þeirra feðganna próf. S. Bugges og dr. Al. Bugges, því sannanir þeirra eru oft og tíðum ekki annað en meira eða minna líklegar getgátur. Annað mál er það, að nokkur sannleikskjarni felst vafalaust í þeim. Höf. telur það aðalhlutverk sitt að skýra frá orsökum og afleið- ingum viðburðanna. En stundum verður þó brestur á því, svo að menn fá ekkert að vita um orsakirnar. Þannig skýrir hann frá hinni

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.