Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1903, Page 71

Eimreiðin - 01.09.1903, Page 71
231 til að gegna löggjafar- eða dómsstörfum (bls. 59 og 62). Þetta má til sanns vegar færa um dómstörfin, þó líklega hafi þar ekki verið val- ið af handahófi einu; en því fór fjarri um löggjafarstarfið. í lögrétt- unni áttu goðarnir einir atkvæðisrétt. Og að því leyti sem átt gæti verið við ráðunauta þeirra þar, þá munu það hafa verið vissir á- kveðnir, lögfróðir menn, og auk þess komst sú skipun að vorri skoðun ekki á fyr en í byrjun 11. aldar. Höf. brýnir mjög fyrir mönnum, hve það sé áríðandi að menn- leggi rækt við tungu sína og er það í alla staði satt. Vér vonum að hann láti sér því framvegis ant um að skipa eignarföllum og eignar- fornöfnum sjaldnar á undan þeim nafnorðum, sem þau eiga við, en hann hefir gert í þessari bók sinni, því slíkt er dönsk orðaskipun, en ekki íslenzk (t. d. bls. 256: »fullnægja þjóðernislögmálsins fyrsta og æðsta boðorði« f. fullnægja fyrsta og æðsta boðorði þjóðernislögmáls- ins; »þekkja sitt gildi og sínar kröfur« f. þekkja gildi sitt og kröfur; »byggja sína trú og sfna von« f. byggja trú sína og von; »lífsins feg- urstu gæði« f. fegurstu gæði lífsins o. s. frv.). Þá er loks komið svo að farið er að halda fyrirlestra yfir sögu landsins í sjálfum höfuðstaðnum, enda var mál til þess komið. Og byrjunin hefir tekist vel, hvort sem litið er á fyrirlestrana sjálfa eða hvernig þeir vóru sóttir. Það var jafnan húsfyllir í stærsta samkomu- sal bæjarins meðan þeir vóru fluttir og mönnum þótti mikið til þeirra koma. Þeir, sem ekki hafa átt kost á að heyra þá, geta nú kynt sér þá í þessari bók, enda efumst vér ekki um, að hún verði mikið keypt og lesin, því hún er vel þess verð. Kostirnir eru yfirgnæfandi yfir gallana, enda stendur öll frumsmfð til bóta. Og það er vonandi að þessum fyrirlestrum verði haldið áfram, því þeir geta haft mikil og holl áhrif á þjóð vora. V. G. ÍSLENZK SÖNGLÖG fyrir fjórar karlmannaraddir. Samið hefir Sigftís Einarsson. Khöfn 1903 (Sig. Kristjánsson). — Sönglög þessi eru 12 að tölu. Kvæðin, sem prentuð eru undir lögunum, eru þessi: 1. ísland (Þú álfu vorrar yngsta land) eftir Hannes Hafstein; 2.—3. Haust (Alt fram streymir endalaust) og Gröfin (Hvar er í heimi hæli trygt) eftir Kristján Jónsson; 4. Á Sprengisandi (Ríðum, ríðum og rek- um yfir sandinn) eftir Grím Thomsen; 5. Morgun-lofsöngur (Lofið guð! Nú ljómar dagur) eftir Valdimar Briem (þýtt úr dönsku); 6. Kvöldljóð (Kvölds í blíða blænum) eftir Birgittu Tómasdóttur; 7. Staka (Þó að kali heitur hver) eftir Vatnsenda-Rósu; 8. Hin dimma, grimma hamra- höll eftir Gísla Brynjúlfsson; 9. ísland (0, fögur er vor fóstuijörð) eftir Jón Thoroddsen; 10.—12. Er æðir stormur (þýtt úr norsku), Pektir hljómar (þýtt úr sænsku) og Nóttin er hnigin (þýtt úr sænsku) eftir Bjama Jónsson frá Unnarholti. Fröken Amélié Bjamov, sem er mjög mikils metin kenslukona í sönglist og hljóðfæraslætti hér í Höfn, kemst svo að orði um sönglög þessi: »Ég hefi nákvæmlega athugað »íslenzk sönglög* eftir Sigfús Einarsson (1. hefti). Skoðun mín er sú, að þau hafi að geyma mikla sanna fegurð og skáldskap í hljóðfalli og hljómi (ægte Skonhed og

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.