Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1903, Page 74

Eimreiðin - 01.09.1903, Page 74
234 ingar þessar eru víða mjög góðar og athuganir höf. skarpar og skýrar. Búningur sögunnar er óefað fagur á frummálinu. Um það ber þýð- ingin vott. En um efni sögunnar mætti margt segja: Hvorki er Gunnar góður og gildur fulltrúi efans né Páll trúarinnar. En þeir eru sjálfum sér samkvæmir, og það er skáldinu auðvitað nóg. íslenzki búningur sögunnar er heldur góður. Málið er lipurt og létt. Þó eru nokkur orð í henni, sem ég kann eigi vel við, t. d. »krankleiki« og »virkilegleiki«. Prentun og prófarkalestur hefði mátt vera betri. H. P. íslenzk hringsjá. STÚDENTAFÖRIN TIL FÆREYJA OG ÍSLANDS (»Det danske Studenter- tog til Færoerne og Island«) heitir bók, sem tveir hinir snjöllustu foringjar fararinn- ar, skáldið Mylius-E/ic/isen og læknir F. Fog, liafa nýlega gefið út á kostnað Gyl- dendals bókaverzlunar. Er þar fyrst skýrt frá aðdraganda til fararinnar og tilgangi hennar og því næst allýtarleg ferðasaga eftir Fog lækni, og er hún aðalkjarni bók- arinnar. En aftan við hana er sem viðbætir (bls. 77—131) fjöldi af smáritgerðum um hitt og þetta eftir ýmsa höfunda, og að lokum skrá yíir alla þá, er tóku þátt í förinni. Bókin er fjörugt skrifuð og rituð í mjög hlýjum bróðuranda til íslendinga og Færeyinga. fegar nú þar við bætist, að hún er sérstaklega vönduð að öllum frá- gangi (ágæt prentun og pappír) og prýdd fjölda af góðum myndum, sem næstum allar eru teknar af stúdentunum sjálfum í þessum leiðangri, þá er ekki ólíklegt, að margan íslending muni fýsa að sjá hana og lesa, enda ætti íslendingum ekki að vera það síður kært en Dönum, að minningunni um þessa for sé haldið á lofti; því af einlægum vinaranda til þeirra var hún gerð, og hefir líka vafalaust haft meiri þýðingu fyrir vaxandi bræðraþel milli íslendinga og Dana, en komið getur fram á yfirborðinu í fljótu bragði. Og þó áhrifin af þessari för reyndust ekki önnur en þau, sem þegar hafa komið í ljós í dönskum blöðum og hjá almenningi í Danmörku yfirleitt, þá má með sanni segja, að hún hafi ekki verið lítils virði fyrir oss. V G. UM ÍSLENZK SKÁLD hefir Helgi Valtýsson ritað margar blaðagreinar á norsku sveitamáli (einkum í blaðinu »Den i^de Mai«). Helztu greinarnar eru um Bjarna Thorarensen, Jónas Hallgrímsson, Grím Thomsen, Benedikt Gröndal, Hannes Hafstein og Guðmund Friðjónsson. Greinum þessum fylgja nokkur íslenzk kvæði, sem höf. hefir þýtt á norsku. Af kvæðunum eru 2 eftir Bjarna (Sigrúnarljóð og Oddur Hjaltalín), 3 eftir Jónas (ísland, Gunnarshólmi og Ég bið að heilsa). 1 eftir Grím (Á Glæsivöllum) og 2 eltir Hannes Hafstein (Stormur og Skarphéðinn í brenn- unni). Auk þess hefir höf. ritað greinar í sömu blöðum um ísland og íslenzkar bók- mentir. Hann hefir og þýtt sögubrotið »Vor« eftir Guðmund Friðjónsson (Eimr. V, 129). Éýðihg sú, ásamt fleiri þýðingum höf., var prentað í blaðinu »Heimhug« 1899.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.