Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1904, Page 3

Eimreiðin - 01.09.1904, Page 3
IÓ3 með þeim hlunnindum, sem hann hefur notið í mörg ár, og með sinni góðu stjórn tekist að safna varasjóði, er nemur 3—400,000 kr., og verður það í hlutfalli við starfsfé bankans að álítast svo góð trygging, að óhætt væri framvegis að auka varasjóðinn ein- ungis með vöxtum hans og öðrum árlegum arði bankans, svo að frekara tillag frá landssjóðs hálfu með lágum vöxtum af seðla- láninu er óþarft, og meira að segja að vissu leyti óheppilegt; því að vísu er bankinn opinber stofnun, og er því, þegar öllu er á botninn hvolft, eign landssjóðs, en hann hefur þó svo mikið sjálf- stæði, að hinn mikli árlegi arður hans gæti þó leitt bankastjórnina í freistni til að beita minni hagsýni, en fjárveitingarvaldið álítur skynsamlegt að gera við það fé, sem það hefur bein ráð yfir. Jafnframt þessu skal þess getið, að þar sem nú er búið að hnappa alla stjórn landsins saman á einn stað, verður það vafa- laust langtum frekar en hingað til mögulegt að ávaxta það fé, sem landssjóður á fyrirliggjandi í sjóði, með því að setja alt hand- bært fé á vöxtu um stundarsakir. Landssjóður hefur nú á síðari árum stundum haft um */» miljón króna fyrirliggjandi af því fé. I þessum tveimur greinum mætti auka tekjur landsins með upphæðum, er næmu að minsta kosti 20,000 kr. á hverju fjár- hagstímabili, án þess að leggja nokkra byrði á þjóðina. Helzta tekjuaukann yrði þó að fá með því, að auka skatt- tekjurnar, og þá rekur að þeirri spurningunni, hvernig því verði bezt fyrir komið. Pær kröfur, sem gera verður til skattálaga yfirleitt, eru fyrst og fremst þessar: Pær eiga að vera réttlátar o: láta byrðarnar koma niður á þjóðinni samkvæmt því, sem menn eru færir um að bera; þær eiga að vera einfaldar og óbrotnar 0: að kostn- aðarlítið sé að koma þeim í kring og að þær, að svo miklu leyti sem unt er, útiloki öll skattsvik; og loks á þeim að vera þannig fyrir komið, að þær ekki verði framleiðslu og viðskiftum manna til hnekkis, né verði til þess, að þoka bjargræðisveg- um manna inn á miður heppilegar brautir. Jafnauðvelt og það er, að gera þessar kröfur og setja þær fram, jafnerfitt er það, að uppfylla þær. Einkum mun það reynast erfitt eða jafnvel óframkvæmanlegt, að haga sköttunum svo, að þeir verði bæði tekjumiklir og auðvelt að na þeim inn, án þess að komast í bága við réttlætiskröfuna um að þeir komi hæfilega niður á mönnum eftir efnum og ástæðum. Pannig hvílir t. d. hin 1

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.