Eimreiðin - 01.09.1904, Síða 4
164
langstærsta af öllum skatttekjum landssjóðs, kaffi- og sykurtollur-
inn, á vörum, sem fjarri fer að neytt sé á þann hátt, að neyzla
þeirra standi í nokkru hæfilegu hlutfalli við efnahag neytendanna.
Yfirleitt munu tollar naumast gefa miklar tekjur, nema þeir séu
lagðir á vörur, sem notaðar eru af allri alþýðu manna, og á þessu
óréttlæti verður aðeins að nokkru leyti ráðin bót með beinum
sköttum (eignar- og tekjuskatti og fasteignaskatti).
Af síðust landsreikningum má nú sjá, að af tekjum landssjóðs
fyrir árin 1900 og 1901 stafaði því nær miljón króna frá tollum
og útflutningsgjöldum, þar sem ekki nema um 128,000 kr. stöfuðu
frá hinum svonefndu beinu sköttum (sköttum á jörðum og lausafé,
húsaskatti og tekjuskatti). Þessir beinu skattar mynda í sambandi
við útflutningsgjaldið af fiski og lýsi samstæða skattaskipun, sem
sett var með skattalögunum 1877 og síðan hefur í öllu verulegu
haldist óbreytt. Var sá tilgangurinn með báðum þessum skatta-
greinum í sameiningu, að leggja samskonar skatt á allar tekjur og
alla eign, enda hafa skattalög þessi, þegar miðað er við þann
tíma, er þau voru samin, vafalaust verið prýðisvel af hendi leyst,
einkum að því er snertir að sjá um, að skattarnir kæmu réttlát-
lega niður, þó þau kannske hafi verið helzt til vísindalega nákvæm
í tilraunum sínum til að gera öllum jafnhátt undir höfði og sjá
um, að enginn væri órétti beittur.
Pessir beinu skattar eru þannig ekki nema lítill hluti af öllum
tekjum landssjóðs, og stafar það að nokkru leyti af því, að í
skattaskipuninni er þeim skattinum slept, sem í flestum öðrum
löndum er aðaltekjuuppsprettan, sem sé fasteignaskattur á húsum.
Hinn svo nefndi húsaskattur er sem sé alls ekki neinn eiginlegur
fasteignaskattur; þar sem veðskuldin er dregin frá, þegar skatt-
urinn er lagður á, verður þessi skattur samkvæmt eðli sínu ein-
göngu eignarskattur, enda var sá líka tilgangurinn, eftir þeirri af-
stöðu, sem honum hefur verið mörkuð í skattaskipuninni. Pegar
hús er virt á 20,000 kr., en veðsett fyrir 15,000 kr., greiðist
skatturinn af einum 5000 kr., og sé húsið veðsett fyrir jafnmiklu
og það er vert, er alls enginn skattur greiddur af því til lands-
sjóðs. Frá sjónarmiði skattalaganna er fult samræmi í þessu, með
því að skatturinn er eignarskattur og hús, sem er veðsett á þann
hátt, er ekkert eignarígildi fyrir eigandann, eignin er hjá veðhaf-
anum og á hana er lagður skattur sem eign hans D: svo framar-
lega sem hann er búsettur á Islandi.