Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1904, Síða 7

Eimreiðin - 01.09.1904, Síða 7
ab liggi í fasteigninni samkvæmt áðurtaldri virðing, en án þess að veðskuldin sé dregin frá. fessi skattur ætti auðvitað ekki aðeins að hvíla á íbúðarhúsum í kaupstöðum og verzlunarstöðum, heldur og á verzlunarhúsum, verksmiðjum og þvíuml. Aftur er það vafa- mál, hvort það eins og nú er á statt yrði varið að leggja svip- aðan skatt á landbúnaðinn, eða hækka hina núverandi skatta á honum að sama skapi, og úr þeirri vafaspurning er allerfitt að skera fyrir mann, sem er of langt í burtu til þess að geta verið nógu kunnugur öllu þar að lútandi. Jafnframt því að leggja á slíkan fasteignaskatt til landssjóðs ættu menn aö gera breyting á hinu núverandi bæjargjaldi af fast- -eignum í Reykjavík; þetta gjald, sem er frá 1877, er að vísu reglulegur eignarskattur, en það er eftir óheppilegri danskri fyrir- mynd eingöngu lagt á eftir flatarstærð bygginganna og flatarvídd hinna óbygðu grunna, án tillits til verðmætis þeirra, og getur því -ekki álitist sérlega réttlátt. I'að mundi því ekl-ci vera alllítill ávinningur, bæði að því er það snertir, að láta gjaldið koma rétt- látlega niður, og til þess að gera skattaskipunina einfaldari, ef menn í stað þessa bæjargjalds (lóðargjalds), settu nýtt gjald, er væri alveg eins farið eins og fasteignaskatti þeim til landssjóðs, sem hér hefur verið stungið upp á 0: að gjaldið væri miðað við verðmæti fasteignanna án tillits til veðskuldar. Hinn umræddi fasteignaskattur til landssjóðs gæti, án þess að verða of tilfinnanlegur fyrir þjóðina, þegar í byrjun numið óo—80,000 kr. á fjárhagstímabilinu og mundi áreiðanlega fara sí- vaxandi eftir því sem framförin yrði meiri. Álagning hans mundi ennfremur gera það að verkum, að mögulegt yrði að koma í framkvæmd hugsun, sem brytt hefur á á alþingi, og sem sjálfsagt mundi reynast hentug, sem sé að koma á skipun beinna skatta, sem á líkan hátt og hið núverandi samsafn af tekju- og fasteigna- sköttum hjá Englendingum mætti hækka um svo og svo margar krónur af hverju hundraði á þeim fjárhagstímabilum, er augsýni- legt væri, aÖ útgjöldin mundu fara verulega fram úr tekjunum. Þessi grundvallarregla er í sjálfri sér mjög heilbrigð, af því alþingi fengi með þessu móti einmitt hinn rétta mælikvarða til að dæma eftir þann sæg af tillögum um ný útgjöld, sem jafnan koma fram á hverju þingi: sem sé, hvort gera skuli þessum útgjöldum svo hátt undir höfði, að metin þeirra vegna vilji leggja á sig aukna skattabyrði. En þessari grundvallarreglu um aukning á gildandi

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.