Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1904, Blaðsíða 10

Eimreiðin - 01.09.1904, Blaðsíða 10
170 vöru. Réttast mundi líklega að hækka einhverja af tollum þeim, sem fyrir eru. — Pað, sem fyrst og fremst mælir sterklega með því, er tillitið til innheimtunnar á tollinum. Tollaskipunin má ekki verða margbrotnari en hún er, ef sýslumenn eiga að halda áfram að heimta inn tollinn; og að fara að skipa heilan hóp af toll- heimtumönnum, mundi reynast afardýr ráðstöfun, þó að það ef til vill kynni að geta borgað sig í Reykjavík, að hafa þar einn toll- heimtumann, sem jafnframt gæti haft eftirlit með tollheimtunni utan Reykjavíkur. Menn ættu að fylgja dæmi hinna praktisku Englendinga og ekki hafa toll nema á 4—5 vörutegundum, en láta alt annað vera ótollað — gagnstætt hinni ópraktisku tolla- skipun Dana, sem hefur margskonar og mismunandi tolla svo hundruðum skiftir, og er því jafnörðug og óþjál fyrir bæði almenn- ing, verzlunarstéttina og tollstjórnina sjálfa. Langtum fremur gæti verið ástæða til að gera hina núverandi tolla enn þá óbrotnari, t. d. með því, að hafa ekki nema eina eða tvær tegundir tolla á öllum vínföngum, og afnema tollinn á bittir, sem ekki virðist bygður á sérlega góðum ástæðum og verður valdandi eigi alllítilla tollsvika; ennfremur með því, að afnema tollinn á tegrasi og súkkulaði og brjóstsykri, sem varla getur munað neitt verulega um fjárhagslega. Pannig voru, þegar te- tollurinn var á lagður, ekki flutt inn nema 4—5000 ® af tei á ári, og aðalástæðan, sem fram var færð fyrir tollálögunni, var sú, að mönnum fyndist ósamræmi í því, að hafa toll á kaffi, en engan á tei. En slík teóretisk ósamkvæmni ætti ekki að koma til greina, þegar verið er að ákveða tollana og fjölbreytni þeirra. l'að veitir fullerfitt að beita réttlæti og sanngirni gagnvart þeim, sem bera eiga skattana, en alls ómögulegt verður það, ef líka á að heimta réttlæti gagnvart þeim vörutegundum, sem skattarnir eru lagðir á, — t. d. eins og þegar það var tekið fram á alþingi, og það af manni, sem annars er vel fróður, sem ástæða gegn því, að hækka útflutningstollinn af hvallýsi, að hann yrði mörgum sinnum hærri en tollurinn á hákarlslýsi. Eegar um skattálögur er að ræða, eru menn neyddir til að taka peningana þar, sem auðvelt er að ná í þá, án þess að taka altof mikið tillit til, hverjar teóretiskar af- leiðingar það kunni að hafa. En annars eru einmitt umræðurnar um hvalveiðaskattinn gott dæmi þess, hvernig menn eiga ekki að haga sér við skattálögur; fyrst og fremst að því leyti, að næstum hvert þing hefur r.ú í allmörg ár haft þennan skatt til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.