Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1904, Side 13

Eimreiðin - 01.09.1904, Side 13
i73 úrlega ekki stutt, meö því hann getur ekki hækkað verðlagið fyrir utan landssteinana. Ef menn nú, til dæmis að taka, legðu toll á baðmullardúka og skófatnað með það tvent fyrir augum, að útvega landssjóði meiri tolltekjur og að efla innlendan iðnað, þá er það augljóst, að það mundi ríða hvort í bága við annað. Væri tollurinn sæmilega hár, mundu náttúrlega verða settar á fót baðmullarvefstofur og skófataverksmiðjur; en að sama skapi og farið væri að framleiða vörurnar þannig innanlands, að sama skapi misti landssjóður af tolltekjum sínum. En þar við bættist og, að með því að fram- leiðslukostnaður verksmiðjanna, sökum þess hve markaðurinn væri lítill, yrði langtum meiri að tiltölu en erlendra verksmiðja, þá mundi verðlag á þessum vörum samt hækka. Slík verðhækkun á vörum hefur auðvitað alveg sömu verkanir og nýr skattur á þá, sem vörurnar verða að nota, munurinn sá einn, að af þeim skatti fær landssjóður engan eyri, heldur gengur hann allur til þess að ala verksmiðjueigandann og vinnulýð hans. Eini ávinningurinn er þá sá, að þessir menn fá lífsviðurværi, en það er svo dýrkeypt, að það mundi eigi allsjaldan verða meiri ábati fyrir landið í heild sinni, að setja þetta fólk á eftirlaun og fá vörurnar aðfluttar frá öðrum löndum, þar sem ódýrara er að búa þær til. En það tjón, sem tollverndin mundi baka, er þó engan veg- inn upp talið enn. Tollverndin mundi líka draga fjármagn og vinnukraft frá öðrum atvinnugreinum. I’etta er einmitt aðalástæðan fyrir því, að tollvernd á íslandi mundi verða að langtum meira tjóni en annarstaðar: Landið á svo miklar náttúrlegar auðsupp- sprettur, sem mikið vantar á, að hafi verið hagnýttar, að það yrði að teljast stórkostlegt glappaskot hjá löggjafarvaldinu, ef það færi með óeðlilegum ráðstöfunum að knýja fram atvinnugreinir, sem eru miður náttúrlegar fyrir landið, í stað þess að beita öllum kröftum sínum til þess, að bæta og efla hina eðlilegu atvinnuvegi þess. Og geti einhver iðnaður ekki þrifist án tollverndar, þá eru yfirgnæfandi líkur fyrir því, að hann sé óeðlilegur fyrir landið — annaðhvort af því, að markaðurinn sé of lítill, eða að önnur fram- leiðsluskilyrði vanti, eða þá loks af því, að það borgi sig betur fyrir fjáraflið og vinnulýðinn að snúa sér að annarri iðju. Meðan svo er á statt, að landbúnaður og fiskiveiðar geta veitt næstum takmarkalausum vinnukrafti og fjármagni nóg að starfa, mega menn ekki draga fjármagnið og vinnakraftinn frá þeim til atvinnu-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.