Eimreiðin - 01.09.1904, Page 16
176
veita henni meiri fræðslu og leiðbeining í hinum tveimur aðal-
atvinnugreinum landsins, landbúnaði og fiskiveiðum. —
Að fara að leggja toll á smjörlíki, til þess að styðja smjör-
framleiðsluna, mundi alls ekki verða að tilætluðum notum, heldur
til ógagns eins. Pað yrði til þess, að leggja allþungan skatt á
sjómannastéttina og fólk við sjávarsíðuna, aðeins til hagsmuna fyrir
þá bændur, sem framleiða lélégasta smjörið, og mundi þá jafnframt
verða til þess, að draga úr áhuga manna á að búa til gott smjör,
sem nú virðist eiga góða framtíð fyrir höndum, Landbúnaðurinn
íslenzki ætti í tollmálinu að taka sér landbúnað Dana til fyrir-
myndar. Danmörk er eitt af þeim fáu löndum, sem ekki veitir
landbúnaði sínum neina tollvernd, og þó er Danmörk vafalaust
einmitt það landið, sem bezt af öllum löndum Norðurálfunnar hefur
sigrast á þeim erfiðleikum, sem samkepni annarra heimsálfa hefur
bakað landbúnaði Norðurálfunnar. Löggjafarvaldið hefur ekki með
óeðlilegri verðhækkun látið það viðgangast, að landbúnaðurinn léti
sér lynda, að birgja innlenda markaðinn, heldur hefur tollfrelsis-
verzlunin neytt bændurna til að vinna með röggsemi og atorku
að því, sem samkvæmt staðháttum og legu landsins liggur beint
við fyrir það: að birgja enska markaðinn með smjöri, fleski og
eggjum. Að þessu hefir löggjafarvaldið stutt með ríflegum fjár-
veitingum til alls, sem miðað gat til þess, að efla dugnað bænd-
anna og bæta framleiðsluafurðir þeirra. í Danmörku eru nú brúkuð
um 45 milj. punda af smjörlíki á ári og um 11 milj. punda af
ódýru útlendu smjöri, en engum kemur til hugar að kvarta yfir
því, að þetta leiði til þess, að »peningar fari út úr landinu«; allir
sjá og játa, að það er til stórkostlegs hagnaðar fyrir þjóðfélagið
fjárhagslega, að geta sjálfir notað þessar ódýru vörur, af því að
það gerir mönnum mögulegt, að beina allri smjörgerð sinni í þá
átt, að framleiða sem allra bezta vöru og selja svo af henni 160
milj. punda á ári til útlanda fyrir 152 milj. króna í peningum, sem
koma inn í landið.
Jafnöfugur og smjörlíkistollurinn mundi og tollur á vefnaðar-
vöru reynast, ef menn með honum ætluðu sér að efla innlendan
baðmullariðnað eða ullariðnað. íslenzki markaðurinn er altof lítill
til þess, að þar sé hægt að reka baðmullariðnað með nokkrum
hagnaði. Ullariðnaðurinn er sjálfsagt miklu eðlilegri fyrir landið
og ætti því að geta þrifist án tollverndar. Úr fyrstu erfiðleikun-
um við að koma honum á fót gæti landssjóður, eins í þessari