Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1904, Side 17

Eimreiðin - 01.09.1904, Side 17
177 sem í mörgum öörum atvinnugreinum, bætt á margan hátt, enda er mönnum fullkunnugt um það á íslandi, hver ráð eru til þess: ódýr lán, verðlaun og þvíuml. Reynist slík hjálp ekki nægileg til þess, að unt sé að reka atvinnuna með hagnaði, þá eiga menn að láta hana eiga sig og ekki harma, þó hún detti úr sögunni, því reynslan hefur þá sýnt, að fjáraflið og vinnukrafturinn geta grætt meira á því, að vinna að öðrum atvinnugreinum. En það dugar ekki að láta alla þjóðina borga skatt með verndartollum, til þess að halda slíkri atvinnu uppi. þetta er yfirleitt ein af hinum miklu hættum við tollverndina, að menn sjá ekki, hve mikið hún í raun og veru kostar þjóðina við það, að vörurnar verða dýrari, án þess að landssjóður hafi nokkurn hag af því. Sem dæmi má nefna þá tollvernd, sem komið var á með síðustu tolllögum fyrir vindlagerð; þar sem tollur á tóbaki var látinn vera 50 au. á pundi, en á vindlum 2 kr. á hverju pundi, þá var með því veitt tollvernd, er nam því nær i1/* kr. á hverju pundi af vindlum, sem búnir væru til á íslandi; og auð- vitað brugðu menn undireins við og komu á vindlagerð. Par sem nú landssjóður fær ekki annan toll af þeim vindlum, sem búnir eru til á íslandi, en tóbakstollinn, 50 au. á pundi, þá hefur hlut- aðeigandi verksmiðjueigandi 1 x/s kr. af landssjóðnum á hvert pund af vindlum. Niðurstaðan verður því sú, að til hverra 2000 punda af vindlum, sem búnir eru til á íslandi, veitir landssjóður 3000 kr. styrk, sem í rauninni ætti að telja til útgjalda í fjárlögunum. Ef til vill staðhæfa nú verksmiðjueigendurnir, að vindlagerðin verði ekki dýrari hjá þeim, en hægt sé að búa þá til fyrir erlendis, og þá verður landið í heild sinni auðvitað ekki fyrir neinu tapi við tollverndina; en þá er líka tollverndin alveg óþörf, og menn ættu sem skjótast að láta vindlatollinn verða það, sem til var ætlast og hann ætti að vera: skattur á vindlareykingum, sem ná má með því, að leggja jafnháan skatt á innlendu vindlagerðina eins og nú er lagður á hina útlendu, sem sé i1/* kr. á hvert pund, auk þeirra 50 au., sem greiddir eru í toll af hverju tóbakspundi. Tollverndin er því hér sem annarstaðar, þegar til lengdar lætur, annaðhvort óþörf eða skaðleg, og vilji menn af fjárhags- legum ástæðum leggja toll á einhverja vöru, sem framleidd verður erlendis. ættu menn að leggja jafnháan skatt á framleiðslu þeirrar vöru innanlands. Slíkri skattálögu má auðvitað vel koma við við margar vörutegundir; þannig er t. d. í Danmörku greitt gjald af 12

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.