Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1904, Side 19

Eimreiðin - 01.09.1904, Side 19
179 Tvö kvæði eftir Schiller. KVENNA GÖFGI. Heiðrið þér fljóðiti, þeim hrósið ber rétta, Himneskar rósir í jarðlíf þau flétta; Elskunnar tengja þau unaðsleg bönd; Siðprýðin Karíta1 2 sæmdin er kvenda, Sífeldan eld hinna fegurstu kenda Næra þau blíðlynd með himneskri hönd. Sí og æ úr sannleiks skorðum Sveimar karlmanns orkan vilt; Reiðir hugann órótt innan Ástríðnanna um hafið trylt. Fíkinn hann í fjarlægð seilist, Fær ei ríka sefað girnd, Eirðarlaust til yztu stjarna Eltir sinna drauma mynd. En meður töfrandi augna-máls blíðu Aftrandi benda’ honum fljóðin hin þýðu Heim á leið aftur til hins, sem er nær; Móður hjá arninum síðfaldnar sætur Sig hafa varðveitt sem náttúru dætur Hennar í frómleik, sem helgaði þær. Mannsins hyggja hafnar friði, Harðmolandi krafti með Gegnum líf hann áfram ólmast, Aldrei hvíld sér gefa réð; Ört, hvað skóp hann, aft’r hann brýtur, Óska stríð ei lætur felt, Nýtt sem Hýdru3 höfuð sprettur Hvert sinn eitt er burtu skelt. 1 Karítur = þokkagyðjur. 2 Hýdra, ormurinn í Lernuvatni, sem Herakles (Herkúles) barðist við og vann. Sbr. Goðafr. 170 bls. 12'

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.