Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1904, Side 21

Eimreiðin - 01.09.1904, Side 21
181 Tvídrægni slökkva, sem tjónið mest býr; Öflin, sem hatast, þær fá til að falla Fagrar í skorður með einingu snjalla, — Hnýta það saman, sem hvað annað flýr. VONIN. Menn ræða, — menn dreymir svo mikið og margt Um mætari komandi tíðir; í ókomnu geislar þeim auðnu-mark bjart Og eftir því hver og einn stríðir; Og heimur æ eldist og yngist á ný, En umbóta stöðugt er vænzt fyrir því. Oss leiðir fyrst vonin í lífið hér inn, Hún leikur blítt drenghnokkann viður, Við unglingnum hlær hún með yndisleik sinn, Með öldungnum grefst hún ei niður, — í gröf þó að jarðleifar gjöreyðist senn, Á gröf sína vonina plantar hann enn. Pað er ekki hégómans hégilja nein, Sem heimskingjar ræða og letra; Úr hjarta vors djúpi það ómar rödd ein, Til einhvers að fæddumst vér betra, Og röddin hin innri, hið eilífa mál, Pað aldreigi bregst hinni vonandi sál. STGR. TH.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.