Eimreiðin - 01.09.1904, Síða 24
bókunum og skrifborðinu. »Fjölð freistaðak«, fyrst og fremst, því að
hans einlæga hluttekning í kjörum og örlögum íslands og Noregs ber
þess ljósan vott með hversu miklum lifandi fróðleik, hversu miklum
framkvæmdar áhuga hann kom aftur frá þessum löndum, þaðan sem
hann bar til smiðju sinnar óþijótandi efni til þess að smíða úr því
ögn fyrir ögn. Með lifandi atorku og öllu sínu manngildi sótti hann
fram fyrir sitt elskaða ísland. Bækur hans um ísland og íslendinga
og enn öllu fremur ritgjörðir hans um stjórnarbaráttu íslendinga, er
hann skrifaði í viðaukablaðið »Múnchner allg. Zeitung«, sýna hversu
mjög verk hinna miklu íslenzku ættjarðarvina, einkanlega vinar hans
Jóns Sigurðssonar, lágu honum á hjarta. Það mun og eigi ofsagt, að
einmitt þessar ritgjörðir hans hafi átt góðan þátt í því, hver endalok
urðu hinnar fyrri stjómarbaráttu íslendinga. í’etta má meðal annars
marka af því, hvemig hinum danska ráðherra Krieger fórust orð, er
hann lagði stöðulagafrumvarp sitt fyrir ríkisþing Dana. Hann bað þá
þingmenn að tala sem fæst um málið, því Island ætti volduga vini
í útlöndum, sem henda mundu hvert óvarkárt orð af hálfu ríkisþings-
ins á lofti. í’að getur nú ekki verið neinum vafa bundið, að þessi
orð ráðherrans áttu framar öllum öðrum við Konráð Maurer, og sýnir
það ljóslega, hve mikill ótti dönsku stjórninni hefur staðið af ritgerð-
um hans um málefni og pólitík íslendinga.
Þessir fyrstu samfundir okkar, vinar og kennara, og jafnframt
námsbróður og embættisbróður afa míns, komu mér, eins og mörgum
öðrum, í hið allra fyrsta samband við Norðurlönd. Allir söfnuðu þá
frímerkjum í Múnchen með miklum ákafa og við drengirnir byrjuðum
auðvitað á því þegar við vórum lítil börn. f’egar Maurer við heim-
sókn sína til okkar úti í garðinum heyrði talað um frímerkjaákefðina
í mér, hét hann piltinum, sem komst í sjöunda himin af gleði og
stóð með öll vitin opin frammi fyrir þessum fallega, vinalega gamla
manni, frímerkjum frá Noregi og íslandi, og af hans munni heyrði
ég enn þá meira um hina fjarlægu ey, hið germanska lýðveldi og þess
núverandi ástand, En frímerkin, sem mér vóru heitin, fékk ég ásamt
sendibréfi til mín, mér til mikillar og óvæntrar ánægju, strax næsta
morgun áður en ég fór í skólann. Þetta var svo einkennilegt fyrir
Maurer, að hann var svo góður og fljótur til að gera barninu ánægju,
og með því ávann hann sér vináttu og þakklæti bæði ungra og gam-
alla. Útskýring Maurers á skammstöfuninni »aur.« á frímerkjunum og
tilsögn í að bera það fram, var það fyrsta, sem ég lærði í íslenzku,
og með hversu óviðjafnanlegri alúð og lipurð kunni ekki gamli maður-
inn lagið á að vekja áhuga barnsins og gefa því leiðbeiningar af sín-
um ríkulega og örugglega fróðleiksforða! Seinna talaði þessi föðurlegi
vinur minn og lærifaðir einu sinni lengi við mig um /-ið í »Þórrc og
ð-ið í »Sigurðr«, nöfn, sem ég rakst á í Eddu, og þó var Maurer
ekki aðallega málfræðingur; en hann elskaði íslenzkuna, bæði hina
fornu og hina lifandi. Þegar Maurer tókst á hendur ferð sína til ís-
lands (1858), knúinn til þess af rannsóknarákefð sinni, vóru ekki að-
eins samgöngurnar ennþá svo ófullkomnar, að það var í rauninni
aðdáanlegt afreksverk, hvernig ungmennið Maurer, daginn eftir trúlofun
sína, sleit sig frá heitmeyju sinni og ástvinu (sem eftir það um æfina