Eimreiðin - 01.09.1904, Page 30
Kristindómsdeilur í fornöld.
Eftir prófessor J. L. HEIBERG.1
Trúhreyfing sú, sem Páll postuli hóf í Rómaveldi og varð til
þess eftir hálfa þriðju öld, að Konstantínus mikli gaf út tilskip-
anir sínar um umburðarsemi við kristna menn, á fullkomlega skilið
athygli, þótt ekki væri fyrir annað en hin stórkostlegu eftirköst sín í
sögu mannkynsins. Spurningin um vöxt og viðgang kristilegrar
trúar kemur í rauninni ekki til mála hjá þeim, sem eru þeirrar
skoðunar, að hún sé yfirnáttúrleg og opinberuð og eftir því brot
á því orsakasamhengi. er sagan — eins og hver önnur vísindi —
eingöngu fæst við. Að vísu opnar guðfræðishugtakið »fylling
tímans« gátt fyrir rannsóknum með vísindasniði á því, hverjir þeir
þættir vóru í framþróun og menning, er hagstæðir voru útbreiðslu
kristilegrar trúar og ruddi henni braut. En meðan menn halda
dauðahaldi í opinberunarhugtakið, getur ekki verið um veruleg
vísindi að ræða, því að það er sá óskasteinn, er í hverju tilteknu
atriði ryður öllum torfærum úr vegi og lamar allar rannsóknir.
Á sjónarhól sögunnar er málið ákaflega erfitt viðfangs, af því
hvernig heimildum er háttað. Rit nýja testamentisins og hinar
kristilegu apókrýfur2 frá sama tíma eru — þótt slept sé vand-
kvæðum þeim, sem eru á því að ákveða aldur þeirra — að eins
vitni um ástand og tilfinningar innan vébanda safnaðanna í sveit-
um og héruðum, er þeir tóku yfir og sjaldan vóru víðáttumikil.
En í þeim eru fáar og lítt áreiðanlegar frásögur um afstöðu hins
mentaða og mikilsmegandi hluta heiðinna þjóða, og er það þó
miklu merkilegra atriði í þessu máli. Og jafnvel þessi hluti heið-
inna þjóða er — að svo miklu leyti sem hann er kominn á það
1 Grein þessi er þýdd úr hinu fjöllesna tímariti »DET NY AARHUNDREDE«
(apr. 1904) og er höfundur hennar einn af hinum helztu vísindamönnum Dana, sem
háskólinn í Oxford nýlega hefur gert að heiðursdoktor, þótt hann áður væri doktor
við Kaupmannahafnarháskóla. — Greinina má ekki skilja sem árás á kristindóminn,
heldur er hún einungis söguleg frásögn um árásir heiðingja á hann á hinum fyrstu
öldum kristninnar. Þar sem kristindómurinn á bernskuskeiði sínu ekki einungis gat
staðist slíkar árásir, heldur dafnaði og óx þrátt fyrir þær, þá er auðsætt, að þær
muni ekki geta orðið honum til mikils hnekkis nú á þroskaskeiði sínu og fullorðins-
árum. RITSTJ.
2 0: rit, sem hafa ekki hlotið viðurkenning kirkjunnar. ]?ÝÐ.