Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1904, Side 35

Eimreiðin - 01.09.1904, Side 35
195 það væri svo sem ekki mikill virðingarsess, er þeir höfðu þar komist upp í. Pað er því engin furða, að það er fyrst á þessum tímum, er vér rekumst á eitthvað lagt til málanna í bókmentun- um af hálfu forngrískrar heimspeki gegn kristinni trú, svo að nokkuð kveði að, »Raust sannleikans« (aleþes logos) eftir Celsus. Pað er varðveitt í svari gegn því, eftir Órígenes, lærðan kirkju- föður í Alexandríu, er með stakri samvizkusemi vitnar í það hér um bil orð fyrir orð og grein fyrir grein. Hefur því verið hægt að setja það saman, svo að nokkurn veginn sé viðunandi. Órígenes hefur samið rit sitt hér um bil 248 fyrir tilmæli eins vina sinna, er leitt hefur athygli hans að bók Celsusar og háska þeim, er af henni væri búinn. Hann kveðst ekki vita deili á höf- undi hennar. En hann gizkar á, að það sé sami maðurinn sem Celsus nokkur, er var uppi á dögum Markúsar Árelíusar og var Epíkúrsmaður og samið hefur rit gegn göldrum. Penna Celsus þekkjum vér. Hann var vinur Lúkíans, er fyrir áskorun hans setti saman háðritið »Alexander eða falsspámaðurinn«, hér um bil 180. Pað er víst, að það sé sami maðurinn, af því að Lúkían minnist á »hið prýðilega nytsemdarrit« Celsusar vinar síns »gegn galdra- mönnum« (21. kap.) og hyggst að gera honum að skapi, er hann hleður lofi á Epíkúr (25. kap.). Pað kemur heim, að rit þetta gegn kristindóminum, sem enn er til, gæti vel verið eftir Celsus þenna, og það er frá sama tíma (það virðist samið hér um bil 178). það dugir samt ekki að gera þessa tvo rithöfunda að sama manni, eins og menn hafa fyrrum gert samkvæmt ágizkun Órí- genesar. Höfundur ritsins gegn kristninni er sem sé auðsjáanlega ekki Epíkúrsmaður, heldur Platóningur, sem Órígenes hefur lílca mjög vel veitt eftirtekt. En hann reynir að smeygja sér úr öll- um vanda, er hann hyggur, að Celsus hafi dregið dul á skoðun sína í heimspekilegum efnum, sem er mjög ósennilegt. En annars lætur hann hvað eftir annað í ljós efa á, að mótstöðumaður sinn sé Celsus Epíkúrsmaður. Fyrir fram er það líka líklegast, að það hafi verið Platóningur, er hóf bókadeilur gegn kristilegri trú. Epíkúrsmönnum þótti það naumast taka því. Lúkían fyrirverður sig t. d. hálfpartinn fyrir að skrifa um annan eins loddara og Alexander. Kýnungar vóru yfirleitt menn óbókvísir. feir skráðu ofsaþrungnar siðaprédikanir. Stóungar, er einkum töluðu máli mentalýðsins, höfðu alt of mikla óbeit á skorti kristindómsins á hugsanréttri rökleiðslu. Markús 3'

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.