Eimreiðin - 01.09.1904, Qupperneq 37
197
nema töfralistir, er hann síðar neytti til að villa fólki sjónir, og þótt meiri
hlutinn af þeim væri ekki skrök ein, þá er það ekki meira en það,
sem hver reglulegur töframaður getur gert. Hver þrekvirki hefur Jesús
unnið, og hví eiga spádómar spámannanna um Messías einmitt að
hljóða um hann, er ekkert guðdómlegt hefur til að bera?
Það er svo að sjá af sumum smáatriðum í þessari árás, að Celsus
hafi notað rit Gyðinga sem heimildir. Þar sem hann gerir Gyðingi
orð þessi upp, þá er hugsunin auðsjáanlega sú, að kristindómurinn
standi Gyðingatrú að baki og fái ekki svo mikið sem staðist dóma
hennar. Fyrir því lætur Celsus Gyðing sinn ljúka máli sínu með er-
indi til samlanda sinna, er kastað höfðu trú sinni, þar sem hann leiðir
þeim fyrir sjónir, hversu fráleitt það sé að kjósa kristna trú fremur en
erfðatrú þeirra. Jesús samsvarar ekki þeim Messías, er um er spáð.
Hann fór í felur, þegar átti að refsa honum, og lærisveinar hans brugð-
ust honum skammarlega. Hann hafði ekki svo mikið sem sama hemil
á þeim sem ræningjaforingi á óaldarflokki sínum. Og hvemig gátu
þeir fengið það af sér, er hann hafði látið Pétur og Júdas skilja á sér,
að hann vissi, hvað þeir hefðu í hyggju? Hví sýndi hann þá ekki
guðdómsmátt sinn að minsta kosti á síðustu stundu? Öðru nær. Hann
bað þess að síðustu, að þessi kaleikur mætti verða tekinn frá sér, sem
hann sjálfur hafði þó einsett sér að tæma af hlýðni við föður sinn og
það óhjákvæmilega af sjálfs sín fijálsum vilja, ef hann væri sjálfur guð.
Á krossinum þyrsti hann og blæddi honum, eins og réttum og sléttum
menskum manni, — eða var það, ef til vill, goðblóð það, er Hómer
getur um, sem rann úr sárinu í síðu honum?1 Hvernig getum vér haldið,
að sá sé guð, er ekkert guðlegt gerði, fekk engan til að trúa á sig í
lifanda lífi, jafnvel ekki lærisveina sína, og er yfirleitt ekki annað en
ímynd óvirðingar og vesaldóms? Já, — en hann gerði kraftaverk og
er upprisinn frá dauðum, segja menn. Hið fyrra hafa margir getað
og Kristur hefur sjálfur sagt, að þau geti verið framin með djöfla full-
tingi (Matth. 7, 22). Hið síðara er í frásögur fært um Orfevs, Pýþa-
góras og fleiri. Hví á annað að vera sannindi, en hitt þjóðsaga? Og
af hveiju vitið þér, að hann er upprisinn? í’að hefur enginn séð það
nema hálfgalin kona og fáeinir aðrir, er hafa verið taugaveiklaðir og
dreymt það og talið sér trú um það af ásettu ráði, sem hefur margan
manninn hent, eða — og það er sennilegast — að þeir hafa viljað
gera aðra hrifna með þessum hégóma. Eftir uppiisuna átti Kristur að
sýna sig á almannafæri, úr því að hún átti að sanna guðdóm hans.
í’ar sem hann leitaðist við að snúa hverjum og einum í lifanda lífi,
hvert vit var svo í því að laumast til leynifunda við fáeina lærisveina
sína eftir upprisuna, þegar hann gat einhver áhrif haft. Hvemig má
það vera, að nokkur guð dvelji svo meðal mannanna, að hann þekk-
ist ekki, er hann stígur niður til þeirra, ekki sízt til þeirra, er lengi
höfðu vænzt hans? Er hann ef til vill kominn til þess að vér skulum
ekki trúa? Nei. Jesús var enginn guð. Hann var meira að segja
1 Pað er spaugilegt, að Órígenes svarar pessu með því, að gera úr því krafta-
verk, að blóð og vatn rann úr sárinu að honum dauðum.