Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1904, Qupperneq 44

Eimreiðin - 01.09.1904, Qupperneq 44
204 um efnum um rit þetta, sem er jafnágætt að lærdómi, djúpsæi og skarpskygni, að það væri »ef til vill hið efnismesta og djúpsettasta rit, er nokkurn tima hefur verið samið gegn kristinni tru«d Pví var sá sómi sýndur, að það var brent á báli, samkvæmt tilskipun, dagsettri 16. febr. 448, af því að það væri »valdandi guðs reiði og særði sálirnar*. 4 rit vóru samin gegn því af hálfu kristinna manna. I'au eru týnd, eins og ritið sjálft, »sem er naumast höf- um þeirra til tjóns«.1 2 Rit Porfýríosar er því eingöngu kunnugt af tilvitnunum, meðal annars í ritum Híerónýmusar, er lifir óspart á lærdómi þess. Auk þess er líklegt, að frá Porfýríosi séu komnar þær heiðingjamótbárur, er leitast er við að hrekja 1 samtalsriti eftir fremur ókunnan guðfræðing, Makaríos Magnes (4. öld). Porfýríosi svipar að mörgu til Celsusar í deilum sínum. Mest hneyklsast hann á kenningunni um heimsendi, holdtekju drottins og upprisu líkamans. »Maður brýtur skip sitt, fiskar eta líkama hans, þeir eru veiddir og hafðir mönnum til matar, sem aftur eru vegnir og verða hundum að bráð. Hundarnir drepast og krákur og gammar rífa þá í sundur ögn fyrir ögn. Hvernig á svo að safna líkama skipbrotsmannsins saman aftur, er hann hefur verið í svo mörgum skepnum r« Svo óeðlilega hluti getur jafnvel ekki guð, ekki fremur en hann getur gert tvisvar sinnum tvo að hundr- aði. Ef Kristur var guð, hví fórst honum þá svo hörmulega og vesallega fyrir réttinum og í Gethsemane? Apollóníus frá Týana bar sig miklu djarfmannlegar frammi fyrir Dómitíanusi. Ef hann hefði risið upp frá dauðum, hefði hann átt að sýna sig áreiðan- legum og valinkunnum mönnum, svo sem Heródes eða Pílatusi, en ekki fáeinum ómerkilegum kvensniftum. Kraftaverk hans geta ekki sannað guðdóm hans. Pau gátu egipzkir töframenn gert, eftir sögusögn sjálfs gamla testamentisins, Apollóníus frá Týana og margir fleiri. Pað er og miklu meiri læging í því, er menn halda, að guð sé af konu fæddur, heldur en þó að nokkrir grunn- vitrir Grikkir legðu trúnað á það, að guð byggi í líkneskju sinni. Og þar sem gamla testamentið minnist á töflur, er fingur guðs hafi letrað á, þá er slíkt hin klunnalegasta manngyðiskenning. Guð einvaldur þýðir ekki, að hann sé hinn eini verandi guð, heldur hitt, að hann drotni yfir öðrum undirgefnum guðum. Og hann 1 Harnack: Die Mission und Ausbreitung Christentums. Leipzig 1902, bls. 353. 2 Sama rit, bls. 356.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.