Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1904, Qupperneq 45

Eimreiðin - 01.09.1904, Qupperneq 45
205 styggist ekki við, að menn tigni þá, fremur en keisarinn, þó að menn auðsýni undirmönnum hans lotning. Kristnir menn viður- kenna líka fleiri sem guð. Englar eru guðir, aðeins með öðru nafni, og bæði Páll (i. Korintubréfið 8, 5) og gamla testamentið minnist á guði. En Porfýríos hefur bætt nýju atriði við þessar þaulriðnu mót- bárur. Hann hefur rannsakað rit nýja og gamla testamentisins með alúð og athygli. Árangurinn af rannsóknum þessum hefir í fyrsta lagi orðið sá, að hann hefur rekist á fjölda mótsagna, öfga og óskýrleika í guðspjöllunum. Hvert traust geta menn borið til frásagna guðspjallamannanna, er þeim ber ekki saman um svo merkilegt atriði sem orð og dauða meistara síns á krossinum? Geta trúaðir menn flutt fjöll (Matth. 17, 20), og fær eitur ekki grandað þeim, eins og þeim er heitið í Markúsarguðspjalli (16, 18)? Hvernig getur Kristur fyrirfram fordæmt alla auðmenn? Hvernig getur hann sagt í öðru veifinu: »Mig hafið þér ekki altaf hjá yður« (Matth. 26, 11) og svo rétt í sömu andránni: »Sjá, eg er með yður alla daga alt til veraldarinnar enda« (28, 20). Ef frásögn Jóhannesar er sönn (7, 8—10): »Ég fer ekki upp til hátíðar, og hann fór ekki opinberlega, heldur á laun«, hefur Kristur komið fram með fláræði og hringlanda. Söguna um djöflasveitina, er hljóp í svínin, gerir hann óendanlega hlægilega (Lúk. 8, 27). Hann tekur skýrt og skorinort fram, það sem ljótt er í kvöldmátíðar- orðunum í Jóhannesarguðspjalli 6, 54, er séu verri en dýrsleg. Ekkert dýr neytir skepnu af sömu tegund sem hún er. Af því að hann er mikill vísmdamaður, gremjast honum líkingarfullar skýr- ingar, er margir kristnir menn reyna að bjarga við bábiljum gamla testamentisins með: »Peir eru að þvaðra um, að skýrustu orð Mósesar séu gátur, og gera ósköpin öll úr þeim sem véfrétt- um, þrungnum huldum leyndardómum, og trylla dómkraft sálar- innar algerlega í allri þessari svælu«. Hann veitist einkum að Órígenesi sem talsmanni þessara óleyfilegu líkingarsmíða, og kemst prýðilega að orði um hann, er hann segir, að hann hafi breytt eins og kristinn maður, en hugsað sem Grikki um guðleg efni, og laumað grískum hugsunum inn í skrælingjahugsanir þessar. Kostgæfilegar vísindarannsóknir á helgum bókum kristinna manna beindu Porfýríosi inn á braut biblíurannsókna í nútíðar- skilningi. Hann fer því til dæmis fram, að Mósesbækur séu miklu yngri en Móses, samdar á tímum Esra, og hann hefur komist að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.