Eimreiðin - 01.09.1904, Qupperneq 47
20 7
hafa verið mjög vandaðan mann, og að sál hans hafi öðlast ódauð-
leik og verið tekin til himins, eins og sálir annarra góðra manna.
En það væri aðeins misskilningur kristinna manna að göfga hann
sem guð. »Fyrir því skalt þú ekki hafa ill orð um hann, en
aumka mennina fyrir fávísi þeirra«. Að sögn Porfýríosar var
nokkrum heiðingjum svarað þessu, er þeir leituðu véfréttar um
hvort Kristur hefði verið guð, og fleiri virðast hafa gert þenna
greinarmun á Kristi og kristindómi — Porfýríos tilfærir mörg hæði-
leg umyrði véfréttanna um kristna menn —. Ágústínus segir, að
sumir kristindómsféndur fullyrði, að Kristur sjálfur hafi ekki af-
nei'tað guðunum, en tignað þá á töfravísu, og að þeir hafi veitt
honum mátt til að gera kraftaverk. En hann var ekki nema maður,
»þó að hann væri gæddur vitsmunum með afburðum«. Fals eða
fávísi lærisveinanna gerði hann fyrst að guði.
Skilningi þessum bregður líka fyrir í næsta riti gegn kristilegri
trú eftir Júlíanus keisara (Apostata), þar sem hann fer því fram,
að hvorki Páll né »sýnoptisku« guðspjöllin hafi árætt að kalla Jesús
guð. Pað gerði fyrst Jóhannes, er hann sá, hversu trúarflokkurinn
óx og efldist, og hann gerði það ekki nema með hálfóljósu hug-
taki um orðið (logos).
Rit Júlíans er ritað í leiðangrinum gegn Persum og er að
nokkru leyti1 varðveitt í orðmörgu og hugsanasnauðu svari gegn
því eftir Kýril biskup (frá því hér um bil 430). Annars ber það
líka keim af ritum Porfýríosar. Báðir láta þeir í ljós um köllun
Mattheusar,2 að þeir hneykslist á léttúðinni, þar sem hann hleypur
eftir skipun, sem kastað er fram af honum ókunnum manni. Júlían
getur líka öfganna í ummælum Páls um undrakraft skírnarinnar.
Hann notar og staðinn (1. Korinthubréf 6, 9) til að sýna, hversu
trúskiftingar standi á lágu siðferðislegu stigi. Hann hefur alveg
sama viðbjóð á Páli sem Porfýríos. Af honum megi búast við
öllu. Hann beri af öllum loddurum og svikahröppum, er sögur
fari af, hafi litskifti eftir því sem á stendur, og segi Grikkjum
annað en Gyðingum. Pað er vafalaust runnið frá deiluritum Por-
fýríosar, er hann sakar Esra um að hafa aflagað og afbakað
Mósesbækurnar.
1 1. bók af þremur. Endirinn á riti Kýrils er glatað, eins og önnur rit, er sett
vóru saman gegn riti Júlíans.
2 Matth. 9, 9: Og hann segir við hann: Eylg þú mér. Og hann stóð upp-
og fylgdi honum.