Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1904, Page 49

Eimreiðin - 01.09.1904, Page 49
209 samur og ekki ófyrirsynju kallaður »tortryggur guð«. Kristnir rnenn hirða raunar ekki um það boð, því að þeir dýrka jafnframt óskilgetinn son guðs. Pað er og sýnt, hversu óframkvæmanleg alkristin siðalög eru með skipuninni: seljið það sem þér eigið og gefið fátækum (Lúkas 12, 23), sem myndi koma öllu á ringulreið í fjárhagslegum efnum, ef henni væri fylgt, og á skipuninni um fyrirbænir fyrir ranglátum, sem eru næsta ósanngjarnar. Paö er og gaman að sjá, hvernig hann beitir orðunum í Matth. 23, 27 um kölkuðu grafirnar gegn píslarvættum þeim, er þá vóru að byrja. Einkar hugðnæm er og hin ágæta rannsókn hans á heim- ildunum að frásögninni af Kristi og englinum í Gethsemane (Lúk. 22, 39). Hvað gat Lúkas vitað um það? Lærisveinarnir sváfu, það vóru engir aðrir viðstaddir, og Kristur var handtekinn að vörmu spori, svo að hann getur ekki hafa sagt neitt frá því. Júlían getur þess ekki aðeins um ættartölur þeirra Mattheusar og Lúkasar, að þeim beri ekki saman, heldur líka hins, að forfeður Jósefs hafi ekkert saman við Krist að sælda, ef hann hefur verið guðssonur. Pað stoðar því ekki, að Jósef er kominn af kyni Davíðs. Júlían hefur hvorki auga Celsusar á verulegum gagnstæð- um né vísinda-vandvirkni Porfýríosar til brunns að bera. En hann stendur að því leyti betur að vígi sem sækjandi, að hann er upp alinn í kristnum sið og óvild hans á honum magnast af hatri því, er hann ber í brjósti til kristinna fyrirrennara sinna, þeirra Kon- stantínusar mikla og Konstantíusar sonar hans, frænda Júlíanusar, er hafði ráðið bróður hans af dögum og setið um líf sjálfs hans. Hann tekur skoðun sína fram þegar í upphafsorðum bókarinnar: »Mér þykir rétt að skýra frá því opinberlega, hvað hefur fært mér heim sanninn um, að kákbagl þeirra Galíleanna er ekki annað en mannlegur tilbúningur, settur saman af mannvonzku. Pað hefur ekkert guðlegt til að bera, en færir sér í nyt barnaskap og fávísi sálarinnar, er hefur yndi af skröksögum, og hefur með þeirri aðstoð getað gert sannleik úr þessum þvættingi«. í öðru riti hans eru þó merkilegustu ummæli hans, þar sem hann svellur af persónu- legri móðgun og smánaryrðum, í háðritinu »Samdrykkjunni«. Par er Konstantínusi mikla úthýst á Ólympstindi, en »Munuðin« tekur hann að sér og færir hann »Lostaseminni«, og hjá henni hittir hann Krist, er flytur þenna boðskap: Allir morðingjar og flagarar og flekkaðir og fyrirlitlegir menn komi öruggir til mín. Eg skal 14

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.