Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1904, Side 51

Eimreiðin - 01.09.1904, Side 51
211 veraldar. Hvorki grísk hugsun né grísk fegurðartilfinning gat felt sig við, að þessi guðlega listasmíð, veröldin, ætti að líða undir lok. Sumt af þessu á rót sína að rekja til algrísks ástands. En í flestum atriðum hafa Grikkir flutt mál mannlegs anda, eins og þeirra var von og vísa, og borið fram þau mótmæli, er hann mun endurtaka um aldur og ár, og það meira að segja að kristn- innar eigin dómi. Pegar Eeódósíus mikli lét færa líkneski sigurgyðjunnar úr öldungaráðssalnum 384, gerði mentaður heiðingi Róm orð þessi upp: Ber þú lotning fyrir aldri minum! Undir þessu merki hef ég lagt undir mig allan heiminn! Hverju skiftir það, á hvern veg menn leita sannleikans. Svo miklum leyndardómi komast menn ekki að með einu móti. I þessum síðustu orðum kemur það fagurlega í ljós, sem gagnstætt er hinum opinberuðu trúbrögð- um, er ein þykjast hafa allan sannleika að geyma. Pað má gera sér í hugarlund, hvernig það hefur fallið siðuðum mönnum að leggja fyrir óðal þá heimssmíð, er hinir vitrustu menn hinnar gáfuðustu þjóðar höfðu verið að reisa af beztu hugsunum sínum um þúsund ára bil, og fá í staðinn ormétinn heim, þar sem djöf- ullinn nagaði neðan rótina, og betra líf í vændum annars heims, þ. e. a. s. þeir, er vildu fótum troða alt það, er Grikkir til þessa þóttust hafa fram yfir siðlausar þjóðir og bera ægishjálm í af þeim, yndið af þekkingu sinni og sigurglaða meðvitund um eigin göfgi. Pýtt hefur SIGURÐUR GUÐMUNDSSON. Nýja stjórnin. Loksins höfum við íslendingar þá fengið stjórn, sem við get- um kallað okkar eigin stjórn í sérmálum vorum. I'etta er hinn fyrsti áþreifanlegi árangur af hinni löngu baráttu okkar, og honum ættu sannarlega allir íslendingar að fagna, enda er víst enginn vafi á, að þeir gera það undantekningarlaust. 14’

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.