Eimreiðin - 01.09.1904, Síða 53
213
hennar, má ganga að því vísu, að þessari reglu verði framvegis
fylgt, ekki að hálfu, heldur að öllu leyti við skipun hverrar nýrrar
stjórnar á íslandi.
Og það er einmitt þetta, sem mest er í varið við skipun
nýju stjórnarinnar. Hvort menn eru ánægðir með manninn, sem
í það og það sinn skipar stjórnarsessinn, skiftir auðvitað minstu.
Séu menn óánægðir með hann og þyki hann reynast illa, þá ryðja
menn honum burtu og setja í hans stað annan, sem menn treysta
betur og svo koll af kolli.
Pað mikla, sem er unnið með þessu, er þá það, að úr þessu
fá Islendingar sjálfir að ráða því, hvaða stjórn þeir hafa. Poli
þeir til lengdar ónýta og illa stjórn yíir sér, þá er það þeim sjálf-
um að kenna. Og þá má skollinn sjálfur vorkenna þeim, því þeir
eiga þá ekki betra skilið.
Að því leyti sem þessu hefur verið slegið föstu með ráðherra-
valinu, er full ástæða fyrir alla að gleðjast yfir því. Hitt er annað
mál, hve hepnir við höfum verið með manninn. Úr því verður
reynslan að skera og mun mörgum virðast, að enn sé helzt til
snemt um það að dæma. Og það er auðvitað töluvert hæft í
því, jafnskamma stund og hann enn hefur setið að völdum. En
þó að tíminn sé stuttur (aðeins 72 ár þegar þetta er ritað), þá
hefur honum þó tekist að gefa ótrúlega margar bendingar um það,
hvernig hann muni ætla að reynast, og er ekki nema rétt, að
það sé tekið til athugunar nú þegar. Hitt getur þá komið til
umræðu síðar, hvorum megin sem það kann að verða 1 vogar-
skálinni.
Pað var á alþingi tekið sterklega fram við umræðurnar um
stjórnarskrármálið, að afarmikið væri undir því komið, að hinn
fyrsti ráðherra vor yrði einbeittur maður, sem héldi fast fram
skoðunum og stefnu alþingis og aldrei hopaði á hæli, ef danska
stjórnin gerði nokkra tilraun til að ganga á rétt vorn. Pað vildi
svo til, að á þetta reyndi þegar við skipun ráðherrans, og má af
hinni vasklegu og drengilegu framgöngu hans við það tækifæri
ráða, hvers síðar muni mega af honum vænta, ef líkt kemur fyrir.
Alþingi hafði sem sé einróma lýst því yfir, að það skoðaði það sem
sjálfsagðan hlut, að ráðherra íslands (en ekki forsætisráðherra
Dana) yrði látinn undirrita skipun hins nýja íslenzka ráðherra með
konungi, og einn hinn helzti forkólfur þeirrar skoðunar var ein-
mitt ráðherraefnið sjálft. Hann stílfærði setninguna um það í