Eimreiðin - 01.09.1904, Síða 54
214
nefndaráliti neðri deildar og lét uppi sem óbifanlega sannfæring
sína, að annað gæti ekki komið til tals. En hve lengi var Adam
í Paradís? Pegar til stjórnarinnar kasta kom, hélt hún því fram,
að forsætisráðherrann (en ekki ráðherra íslands) ætti að undir-
rita skipunarbréfið, og þá var kempunni allri lokið. í*á var svo sem
sjálfsagt að láta að vilja blessaðrar stjórnarinnar, ganga sem skjótast
á bak orða sinna og meta sína eigin sannfæring og vilja þingsins að
vettugi. Pví annars gat ráðherratignin verið í veði. Aðrir mundu
nú reyndar heldur hafa kosið, að láta ráðherratignina eiga sig,
heldur en að bregðast svo aumingjalega bæði sannfæring sjálfs
sín og vilja þings og þjóðar, þegar fyrst reyndi á að gæta réttar
hennar. En hann var ekki á því, ráðherrann okkar nýi. Og eftir
því sem einn af aðalverjendum hans í þessu máli hefur gefið í
skyn í blaðinu »Reykjavík«, þá var það, sem fyrir honum vakti,
aðallega það, að ef hann neitaði að taka ráðherraembættið með
þessum kostum, þá hefði svo getað farið, að annar hefði hlotið
það, sem gætilegar hefði talað um undirskriftarspurninguna á þing-
inu. Pað varð því að meta meira, hver ráðherratignina hlyti,
heldur en hvort rétti þjóðarinnar væri borgið eða ekki.
En er þá nokkuð gengið á rétt þjóðarinnar með þessu, munu
menn spyrja. Stendur ekki alveg á sama hver undirskrifar með
konungi? Hefur ekki undirskriftin aðeins formlega eða teóretiska
þýðingu? Nei, öðru nær en svo sé. Undirskrift ráðherra með
konungi hefur ætíð verulega og praktiska þýðingu. Hún er fyrir-
fyrirskipuð til þess, að menn geti komið fram ábyrgð gegn ráð-
herranum fyrir gjörðina, af því að konungurinn er sjálfur ábyrgðar-
laus. í Danmörku má mönnum standa á sama, hver ráðherranna
undirritar með konungi, af því að ríkisþingið á jafnan aðgang að
þeim öllum með að koma fram ábyrgð á hendur þeim, ef eitthvað
er að athuga við gjörðina. En alt öðru máli er að gegna um Is-
land. Alþingi íslendinga á ekki aðgang að því að koma fram
ábyrgð gegn neinum af ráðherrum konungs nema ráðherra Is-
lands. Sé því eitthvað af því, er snertir sérmál vor, framkvæmt
af öðrum ráðherra en ráðherra íslands, þá er það þvert ofan í
stjórnarskrá vora, án þess að alþingi þó geti komið neinni ábyrgð
fram fyrir brotið, af því að það á engan kost á að ná til þess
manns, sem það framdi. En enginn mun vilja neita, að skipun
ráðherra vors heyri undir sérmál vor, þar sem hann hefur með
þau ein að fara. Pví sameiginlegu málin koma honum ekkert