Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1904, Page 55

Eimreiðin - 01.09.1904, Page 55
215 við sem slíkum. Hann getur aðeins sem »meðlimur ríkisraðsins« látið uppi álit sitt um þau, ef hann er viðstaddur í ríkisráðinu, þegar þau koma fyrir (sem sjaldnast mun verða), alveg á sama hátt og hver einasti ráðherra getur skift sér af hverju einasta máli, sem borið er upp í ríkisráðinu, þó málið heyri undir alt annan ráðherra. Hugsum oss að talsverður ágreiningur risi upp um eitthvert mál milli Islendinga og Dana og ráðherra vor fylgdi alþingi fast að málum. Pá mundi forsætisráðherra Dana kippa honum burtu og skipa annan í hans stað, sem þægari reyndist Dönum, ef hann væri fáanlegur. En hugsum oss enn fremur að allir íslendingar reyndust svo vel, að enginn þeirra vildi verða svo mikill ódreng- ur, að vinna það fyrir ráðherratignina að svíkja ættjörð sína og málstað hennar. Pá gæti forsætisráðherrann fundið upp á því að skipa danskan mann í ráðherrasessinn, sem hvorki skildi né ritaði íslenzka tungu. Það væri auðvitað beint stjórnarskrár- brot, en hvað ætti hann á hættu? Elcki agnar ögn. Ábyrgðin er bundin við undirskriftina, og þar sem forsætisráðherrann hefði undirskrifað skipunina, þá væri alþingi ómögulegt að koma fram neinni ábyrgð fyrir brotið, því það á engan kost á að koma fram ábyrgð gegn forsætisráðherra Dana. Af þessu er auðsætt, að undirskrift forsætisráðherrans undir skipun og lausn íslenzka ráðherrans getur orðið stórhættuleg fyrir sjálfstæði og rétt Islands. Af framkomu nýja ráðherrans í þessu máli má marka, hve mikið traust þjóðin muni geta borið til hans að því er snertir að gæta réttar vors út á við. En ekki er nema rétt og sanngjarnt að taka fram, að á þessu á þingflokkur hans enga sök. Petta er gert í bága við hann, og hann þá fyrst samsekur í þessu at- hæfi, ef hann reynist jafnhálsliðamjúkur og ráðherrann sjálfur og étur alt ofan í sig á næsta þingi, sem hann sagði um málið á síðasta þingi. En íyrir því þarf varla ráð að gera, heldur miklu fremur hinu, að allir sannir íslendingar leggist hér á eitt og lýsi yfir megnri óánægju yfir þessu athæfi, sem aðeins getur komið fram í vantrausts-yfirlýsing til ráðherra vors; því að forsætis- ráðherranum á þingið engan löglegan aðgang og mótmæli gegn honum eða hans gjörðum væri því högg út í loftið, sem aðeins miðaði til að gera þingið hlægilegt. Pá er næst að líta á framkomu ráðherrans eða stjórnarinnar inn á við, og hver stefna virðist þar ráðandi í gjörðum hennar.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.