Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1904, Qupperneq 59

Eimreiðin - 01.09.1904, Qupperneq 59
219 að sýna sem mestan sparnað og hlífa þjóðinni við öllum óþörfum útgjöldum til embættismanna. En því fer svo fjarri að nýja stjórnin hafi sýnt nokkra tilraun í þá átt, að hún hefur þvert á móti gripið hvert einasta tækifæri, sem henni hefur boðist, til þess að bruðla sem allra mest með fé landsmanna. Að þessu kveður svo ramt, að telja má sönnu næst, að þau útgjöld, sem hún á þessu eina hálfa ári, sem hún hefur haft völdin, hefur bakað landinu að óþörfu til embættismanna, muni nema um 300 000 kr., og hefði eitthvað mátt gera við þá upphæð til þess að styðja at- vinnuvegi vora. Haldi stjórnin stöðugt áfram á líkan hátt, verður hún orðin okkur jafndýr og gaddavírinn áður en árið er liðið. Vér skulum nú nefna nokkur dæmi, þar sem stjórnin hefði getað sparað, en tiltæki hennar hafa einmitt gengið í öfuga átt: að bruðla sem mest með fé landsmanna. Ur því að amtmannaembættin áttu að leggjast niður og í öðru þeirra sat tiltölulega ungur maður, sem að flestra dómi hefði verið manna færastur til að skipa hið nýja landritaraembætti, hefði stjórnin getað sparað landinu afarmikið fé með því að bjóða hon- um þetta embætti. En í stað þess hefur hún neytt þennan mann til að fara á eftirlaun á bezta aldri, sem fyrstu 5 árin verða 2/s af launum hans, en úr því að minsta kosti hálf launin. En ráð- herrann gerði þó enn meira til þess að vera viss um, að þessi eftirlaun skyldu lenda á alþýðunni. Pegar Hluthafaráð Hluta- bankans hafði í einu hljóði samþykt að bjóða amtmanninum að verða eini íslenzki bankastjórinn við Hlutabankann með svo ríf- legum launum, að hann hefði líklega séð sér fært að afsala sér öllum eftirlaunum, og sendi ráðherranum bréfið til amtmannsins um þetta og mæltist til að hann legði að amtmanninum að taka þetta starf að sér, þá stakk ráðherrann bréfinu undir stól, fór með það til Kaupmannahafnar og tókst með fortölum sínum að fá Hluthafaráðið til að breyta fyrirætlunum sínum, hafa bankastjór- ana 3 og bjóða amtmanninum aðeins það, sem verst væri launað. Með því var trygt, að eftirlaun hans lentu á landsmönnum. Par sem nú gera má ráð fyrir að maður þessi lifi að minsta kosti 30 ár, má ætla að þessar ráðstafanir baki landinu bein útgjöld, er nemi um 90000 kr., og ef vextir og vaxtavextir eru taldir með, náttúrlega miklu meira. í athugasemdum stjórnarinnar við frumvarp til laga um skipun hinnar æðstu umboðsstjórnar, sem lagt var fyrir síðasta alþingi,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.