Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1904, Síða 61

Eimreiðin - 01.09.1904, Síða 61
221 upp í 2400 kr. og nú þótti sanngjarnt að hækka þau enn meir eftir nálega 20 ára þjónustu, eins og siður er við alla banka. Hér var því um persónulega launaviðbót að ræða handa dyggum þjón eftir langa þjónustu, en alls ekki ætlast til að nýr maður í þess- ari stöðu skyldi byrja með svo háum launum. Petta virtist og hreinasti óþarfi, þar sem bókarastaðan við Hlutabankann, sem þó ekki getur verið umfangsminni, er launuð með framt að því helm- ingi minni upphæð. 2000 kr. byrjunarlaun virtust því að vera fullsæmileg og mundu nógir hæfir menn hafa orðið til að sækja um stöðuna með þeim launum, ekki síður en við Hlutabankann. En í því flaustri, sem algengt er á þinginu, skauzt því yfir að taka þetta fram í lögunum og mundi engin góð stjórn hafa notað sér þá yfirsjón þingsins til að rýjá landsmenn og baka þeim hærri útgjöld en nauðsyn krafði. Hún mundi hafa sett mann í stöð- una til bráðabirgða, lagt frumvarp fyrir næsta alþingi um að breyta lögunum og ekki veitt stöðuna fyr en það var komið í kring. En nýja stjórnin okkar var svo sem ekki á þeim buxun- um, að vera að spara eða hlífa kjósendunum við að borga sem mest. Hún hugsaði eins og »gæðakonan góða« í kvæði Jónasar Hallgrímssonar: »Happ þeim sem hlýtur« — mér og mínum gæðingum — og veitti stöðuna skilyrðislaust. Haldi nú sá maður stöðunni, er hana hlaut, í 30 ár, sem vel má við búast, þá nemur sú upphæð, sem hér er að óþörfu sóað 1500 kr. á ári eða alls um 45000 kr. En hér er þó sú bót í máli, að alþingi getur tekið í taumana og breytt þessu, þar sem hér er ekki um em- bætti að ræða, heldur stöðu, sem segja má upp hvenær sem vera skal með litlum fyrirvara. Er ekki ósennilegt, að kjósendur krefjist þess af þingmönnum sínum, að þetta verði gert; en söm er gerð stjórnarinnar fyrir því. Pá hefði og enn mátt hlífa landsbúum við miklum útgjöldum, ef öðruvísi hefði verið farið að við lausn rektorsembættisins. Pað hafði sýnt sig, að hinn fráfarandi rektor hafði ekki lag á skóla- stjórn, svo að vel færi. En hann var að allra rómi góður kennari. f*ar sem nú maðurinn var á bezta aldri (rúmlega fimtugur), virtist því sjálfsagt að láta hann leggja niður skólastjórnina, en halda áfram að vera kennari við skólann. En í þess stað er hon- um veitt algerð lausn frá embætti, honum dembt á eftirlaun og ætlað að lifa í iðjuleysi á sveita landsmanna það sem eftir er æfinnar. Eftir aldri mannsins að dæma má búast við,

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.