Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1904, Side 62

Eimreiðin - 01.09.1904, Side 62
222 að þetta háttalag kosti landið um 70000 kr., og mundi spar- söm stjórn hafa reynt að komast hjá slíkum útgjöldum, enda verið í lófa lagið, ef rétt hefði verið að farið. Pegar framanskráðar upphæðir eru lagðar saman, munu menn sjá, að nærri mun láta að stjórn vorri hafi tekist að sóa um 300000 kr. að nauðsynjalausu, sem auðvitað verður að ná inn með auknum sköttum á landsbúa. En þó að slíkt bruðl eins og þetta sé tilfinnanlegt, tekur það þó út yfir, þegar stjórnin hikar sér ekki við að brjóta bág við lög landsins til þess að geta ívilnað gæðingum sínum og pólitisk- um fylgifiskum, eins og fram hefur komið við veitingu bókara- stöðunnar við Landsbankann. Bankalögin segja svo fyrir, að þá stöðu skuli veita eftir tillögum bankastjórnarinnar, og er ætlast til að sá fái stöðuna, sem meirihluti bankastjórnarinnar kýs, alveg eins og þegar söfnuður kýs sér prest. En í báðum tilfellum á ráðherrann að gefa út skipunarbréfið, til þess að gefa veitíngunni hátíðlegri blæ. Petta er líka í fullu samræmi við það, sem tíðkast um skipanir starfsmanna við alla banka, að stjórn bankans ráði þeim. En ráðherrann okkar nýi gerir sér hægt um vik, stingur lögunum undir stólinn og hafnar þeim manni, sem meirihluti banka- stjórnarinnar kýs til stöðunnar, en veitir hana einum af pólitisku vikadrengjum sínum. Hann þurfti að fá part af »laununum«, sem mest var talað um í kosningabaráttunni í Eyjafirði í fyrra! Ollum kemur saman um, að það, sem einna mest standi framförum í atvinnuvegum vorum fyrir þrifum, sé peningaleysið, greiður aðgangur að lánum til þess að koma fótum undir sig. Pað mátti því ætlast til, að nýja stjórnin mundi, þegar loksins var komin á fót öflug peningastofnun í landinu, gera sitt ýtrasta til að greiða götu manna í því efni. En hvað gerir svo ráðherrann okkar nýi? Hann og fylgifiskar hans í bankaráðinu banna þessari stofnun að lána fé gegn fasteignarveði (jörðum og húsum), þótt vitanlegt sé, að bændur, sjómenn og iðnaðarmenn hafi yfirleitt ekkert annað veð að bjóða. Umönnun ráðherrans fyrir atvinnu- vegum vorum lýsir sér þannig í því, að hann vill gera rekendum þeirra sem allra örðugast fyrir að fá peningalán til umbóta á þeim. Um það, hverri aðferð stjórnin hefur beitt við skipun em- bætta, milliþinganefnda og annarra starfa, er hún hefur haft ráð á, er óþarft að fjölyrða; því öllum mun ljóst, hverri reglu hún

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.