Eimreiðin - 01.09.1904, Side 63
223
hefur fylgt í þeim efnum: að úthluta þeim til flokksmanna sinna,
svo að hver fái sinn bita.
Sú reynsla, sem vér höfum af nýju stjórninni þennan hálfs
árs tíma, sem hún er búin að sitja, er þá í fám orðum sagt
þessi:
1) Hún er þreklaus út á við og vanrækir að gætaréttar
landsins.
2) Hún er bundin á gamlan hægriklafa og vanrækir að
útvega sér nægilega margbreytta sérþekkingu.
3) Hún er snauð af umbótahugmyndum, en auðug af
skriffinsku.
4) Hún er óhæfilega bruðlunarsöm á landsfé.
5) Hún er ólöghlýðin.
6) Hún er þrándur í götu bænda, sjómanna og iðnaðar-
manna við lánveitingar til atvinnuumbóta.
7) Hún er einsýn og lætur stjórnast af flokksfylgi í út-
hlutun embætta og annarra starfa.
En ekki er nema sanngjarnt að játa, að stjórnin hefur ekki
enn að neinu marki fengið tækifæri til að sýna nema aðra hlið
sína: umboðsstjórnarhæfileikana. Hvernig hún reynist í
löggjöfinni, þegar sýslunefndirnar eru búnar að fylla auða rúmið
í heila hennar með umbótahugmyndum, fá menn fyrst að sjá á
næsta þingi. Er þá vonandi að hún geri verulega bragarbót og
komi fram í alt annarri mynd en hingað til. Því geri hún það
ekki, en þingmenn og kjósendur reynist þó nógu þrællyndir til að
þola hana, er auðsætt að hún muni ekki síður blóðga þá og rífa,
en gaddavírinn veslings sauðskepnurnar í blindbyl á vetrardegi.
Hún verður þá sannnefnd gaddavírsstjórn.
V. G.
Ritsjá.
G. T. ZOÉGA: ÍSLENZK-ENSK ORÐABÓK. Rvík 1904 (Sig.
Kristjánsson).
í’essi bók fyllir stórt skarð í bókmentum vorum og bætir úr brýnni
þörf. Hún gerir það að tvennu leyti. Hún bætir fyrst og fremst úr