Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1904, Page 71

Eimreiðin - 01.09.1904, Page 71
231 155)- »Að ýmsu leyti væri það hagkvæmt, að ábúðarjarðir fylgdu aðalkennaraembættinu við fasta skóla í sveiturm (159). »Auðsætt er, að kennararnir eru ekki síður verðir eftirlauna en aðrir embættismenn«. Annars kemur höf. ekki með neinar ákveðnar tillögur um launamálið. I’á er kafli um bókasöfn. I’á er kafli um sstjórn og umsjón lýðskól- anna«. Er sá kafli ýtarlegur og einkar skipulega samin. »í hreppi hverjum skal vera skólanefnd, og sitji í henni fimm menn: sóknar- prestur« — höf. gleymir ekki prestunum, hvar sem hann er og hvert sem hann fer og eiga þeir þar traustan talsmann er hann er — »tveir menn er hreppsnefndin kýs sín á meðal, einn maður kosinn af þeim, er atkvæðisrétt hafa á safnaðarfundi og einn kennari«. »Skólanefndir hreppanna standi beint undir yfirsljórn lýðskólamálanna«. »Yfirumsjón með öllum lýðmentamálum landsins skal falin á hendur umsjónarmanni, er ráðherrann skipar og búsettur skal vera í Reykjavík«. Hann »skal hafa yfirumsjón með kennaraskóla landsins, lýðskólum og öðrum lýð- mentaskólum og lýðbókasöfnum, þeim er styrks njóta úr landssjóði« (192). »Æskilegt væri, að hann væri ritstjóri tímarits um mentamál, er fengi styrk úr landssjóði, unz það gæti borið sig sjálft«. Síðast er kafli um kennaraskóla, er höf. leggur til, að hafður sé í Reykjavík, og færir þar góð og gild rök fyrir sínu máli. Þar höfum vér þá kjarnann í tiflögum höf. — og er þetta mikil risasmíð. Ég get ekki að því gert, að mig hálfsundlar við þessum ósköpum. í’ykist ég þó ekki vera neinn afturhaldsmaður, án þess að mér þyki nokkur skömm að því, eins og sumum heima. En hvar eig- um vér að fá þau ógrynni fjár, er kennaraskólinn. lýðháskólarnir, allir lýðskólarnir, skólahúsin, kensluáhöldin, bókasöfnin, jarðirnar handa skólakennurunum eiga að kosta? Höf. hefur engar áætlanir um kostn- aðinn, en á meðan leika þessir skólar hans í lausu lofti. Gætum þess vel, að vér erum ekki nema tæpar 80 þúsund hræður, dreifðir út um 1900 □ mílna flæmi, ekki svo margir sem Ljr, hluti af Kaupmannahöfn og Friðriksbergi! Og vér eigum að fá staðist alt þetta! Getur ekki verið, að eitthvað þurfi að gera fyrst, áður en hér er hafist handa? Og ég segi það satt, að ég er ekki viss um, að grundtvígskir lýðskólar séu það, sem oss mest vanhagar um, eða að vér höfum heiminn hönd- um tekinn, þótt vér hreppum það hnoss. Ég varð svo frægur að kynn- ast einum grundtvígskum lýðháskólakennara í fyrra, er var talinn mesta valmenni og sæmdarmaður í sveit sinni. Ég spurði hann um Georg Brandes. Hann mátti ekki heyra hann nefndan á nafn. Ég spurði hann, hvort hann hefði lesið nokkuð eftir hann. Nei, nei, nei. »Ég hef óbeit á honum. Hann er trúleysingi«. Hann var þröngsýnn odd- borgari — og slíka leiðtoga kýs ég ekki æskulýð íslendinga til handa. Væri og ekki ráð að leita eitthvað annað en til Norðurlanda, áður en vér komum lýðmentun vorri í fastar skorður, svo sem til Sviss ?------ Höf. segir, að enginn efi sé á því, að þjóð vor sé »góðum gáfum gædd«. Er víst, að það sé nokkuð, svo orð sé á gerandi? Erum vér að tiltölu gáfaðri en aðrar þjóðir? Hvar eru merki þess í stjórnmál- um og vísindum og listum, í allri vorri menning? Hvar eru þau mikil- menni í andans heimi, er vér verðum að geta bent á, til að sanna þessar og þvílíkar staðhæfingar?

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.