Eimreiðin - 01.09.1904, Qupperneq 72
232
Höf. gerir sér mikið far um að vanda mál sitt. Hann ann ís-
íenzku máli, og vel sé honum fyrir það. Er meira orðskrúð á bók
hans en alment gerist á bókum heima. Hér í Höfn eru skiftar skoð-
anir um stíl höf. í’ykir sumum hann skrifa ljótt mál og tilgerðarlegt,
öðrum frítt og fagurt. Ég er þar bil beggja. Mér þykir hann til-
gerðarlegur á köflum og spinna lopann leiðinlega lengi á stundum, en
hins vegar þykir mér mörg falleg setning í bók hans, sumar enda
ljómandi fallegar. Þó kysi ég, að íslenzkari blær væri á bók hans.
þorgils gjallandi skrifar íslenzkara og kjarnmeira mál, en ekki eins
hljómfagurt. Ég tók beinlínis framförum i málinu á því að lesa »Upp
við fossa«. Höf. hættir til að hugsa á dönsku, og þá er ekki góðs
að vænta. 1 bók hans eru nokkur heimspekileg nýyrði, tekin úr Rök-
fræði Arnljóts Ólafssonar í Tímariti hins íslenzka Bókmentafélags 1891.
Oss íslendinga vantar mörg orð í tungu vora til að tákna hugtök og
hugmyndir í vísindalegu máli. í’au verðum vér fyrir hvern mun að
fá! Menn verða að muna, að málið er til að tákna hugsanir vorar
og að það má ekki kreppa að þeim eða taka þær í bóndabeygju
málsins vegna, eða bægja þeim úr ræðu og riti, af því að vér höfum
ekki orð yfir þær. Vér verðum heldur að taka útlend orð upp í tungu
vora, og er henni enginn háski búinn af því, einkum ef vér getum
komið á þau íslenzku sniði, íslandíserað þau, eins og fornmenn
gerðu, er þeir mynduðu biskup af episcopus, og Guðm. Magnússon,
er hann — svo prýðilega — dró orðið berkill af tuberkel. I’ó tel
ég hagkvæmt að mynda ný orð, ef þau eru heppileg og líkleg til að
ná festu í tungu vorri, verða að mæltu máli. Það hefur þann kost í
för með sér, að menn skilja betur, hvað þau eiga að tákna en útlendu
orðin. Ólærðum mönnum veitir hægra að átta sig á, hvað rökfræðis-
orðin afálykt og tilálykt eigi að merkja, en útlendu orðin sdeduk-
tion« og »induktion«. íslenzkt mál hefur beðið tjón af því, að
fáir hugsandi menn hafa ritað á því. Vér þurfum að eignast íslenzka
hugsandi rithöfunda og íslenzkar hugsanir, hugsaðar á íslenzku, til að
fegra, fylla og fijófga mál vort. Þá fyrst fríkkar íslenzk tunga!
Sigurður Gubmundsson.
J. MAGNÚS BJARNASON: EIRÍKUR HANSSON. Skáldsaga
frá Nýja Skotlandi (Nova Scotia). II. þáttur. Baráttan.
í’etta hefti, 157 bls. að stærð, lýsir einu ári af æfi munaðarlauss
íslenzks drengs í Ameríku, fjórtánda árinu. Hann er á sífeldum flæk-
ingi milli misjafnra manna og lætur höf. hann sjálfan segja frá, hvað
að höndum hafi borið. Hér er því ekki sagt frá neinum stórtíðindum,
en höf. þræðir með þreytandi nákvæmni hvert einasta atvik í lífi piltsins
þetta eina ár; honum finst sýnilega alveg ómissandi að tilfæra hvert
orð, sem við drenginn hefur verið talað eða hann hefur talað við aðra.
Maður býst oft við, að nú hljóti eitthvað frásagnarvert að koma bráð-
um, en sú von bregst alt af: bókin er ekkert annað en smáathuganir
og smáatvik, sem eigi standa í öðru sambandi en því, að sami mað-
urinn segir frá öllu.
Höf. hefur fengið mikið lof fyrir frásagnarlist sína og á það skilið,
ef það er list, að segja margt um lítið. Kjarnyrði hittast ekki í bók-