Eimreiðin - 01.01.1906, Blaðsíða 19
i9
þorri þeirra manna. sem bjuggu við sjávarsíðuna, »drápu fuglinn«
unnvörpum. Petta mál er minnisstætt, því að það varð stórt og
flókið. Pá voru eiðar unnir, sem vera þóttu tortryggilegir, og
sumir þeir, sem sóru, urðu á eftir »hálf utan við sig«. Síðan
hefir æðarfugl verið drepinn eitthvað töluvert. En varpeigendur
láta sem þeir viti það ekki. Peir »vilja ekki koma fólki í svar-
dagabölvun í annað sinn«.
Annars er sú skoðun alveg almenn, að syndlaust sé að drepa
æðarfugl. »Eg sé ekkert mark á honum«, segja þeir, sem veiða
fuglinn, og þykjast þeir menn vera fyndnir.
Um þau boðorðin, sem nú eru eftir, þarf ekki að fjölyrða,
því þau eru að mestu leyti upptugga og endurtekning hinna.
Eg skal þó geta þess, að ég veit varla dæmi til þess, að
hús náungans sé ásælst, t. d. á þann hátt, að menn séu flæmdir
af jörðum með harðneskju eða undirferli. En ljótar sögur hafa
gengið af þeim atburðum í ýmsum sýslum austan og vestan og
sunnan við þingeyjarsýslu.
Einkennileg'ir menn. Sýslan er svo sem sköpuð til að
mynda einkennilega menn; fyrst og fremst vegna þess, hve nátt-
úran er auðug af gersimum allrahanda, og í öðru lagi er bygðin
strjál víða og langt í milli bæja, svo að hver verður eins og hann
þroskast af sjálfsdáðum undir handarjaðri náttúruafbrigða og sjálfs
sín. Gáfur eru ættgengar í mörgum kynkvíslum sýslunnar og við-
koma fólksins mikil. Pegar þetta alt saman og fleiri skilyrði eru
til staðar, þá er eigi kynlegt, þótt kvistir kynlegir komi úr jörðu.
Skáld og rithöfundar verða nefnd í seinni hluta þessa máls.
En strax ætla ég að minnast á aðrar tegundir einkennilegra
manna. —
Ein tegund þeirra eru matmennirnir, sem reyndar eru að
líða undir lok. Peir eru þó ekki aldauða enn. Eg þekki karl,
sem hefir leikið sér að því að eta 18 merkur af spónamat á
einum degi fram undir miðaftan og átmat þar að auki. Fyrir
þessu eru fullar sannanir. — Pegar ég var drengur, voru mat-
goggar margir á lífi. Peir höfðu þann sið, að rölta á bæina
kringum kotið sitt, einkum á helgidögum, og stiltu svo til, að
þeir kæmu á bæina nálægt matmálum. Og þótt þeir fengju mat
á 4—5 bæjum yfir daginn, þá átu þeir sinn mat heima fyrir alt
að einu. Mest þótti þeim varið í baunaspað. fví sagði karl einn
matelskur, hér á næsta bæ, sem lenti 1 sunnudagsmiðdagsverði
2'