Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1906, Blaðsíða 37

Eimreiðin - 01.01.1906, Blaðsíða 37
37 gæti gefið leiðbeiningar um margt og sett reglur um ýmislegt, ef það fær aðstoð löggjafarvaldsins og landsstjórnarinnar. Þorvaldur Thoroddsen. Friðrik áttundi. Eftír JÓN TRAUSTA. Ekki get ímyndað mér að Henrik Ibsen hafi þekt æfintýri Friðriks áttunda þegar hann skrifaði fyrsta þáttinn af »Per Gynt«. En líklega hefir hann haft fyrir myndina úr sínu eigin landi, það er svo margt líkt með skyldum. Friðrik áttundi var nú ekki konungur, þótt tiafnið hljómi óneitanlega konunglega. Hann var ekki einu sinni fjallskilakóngur. Engum óvitlausum manni hefði dottið í hug að kjósa hann eða skipa til annarrar eins tignar. Hann var kallaður Friðrik áttundi, af því hann var áttundi maðurinn, sem skipaður var árlega í tjallgöngunum til þess að ganga í Búrfellsheiðina. Pað voru raunar aldrei skipaðir nema sjö menn til að smala þann hluta afréttarinnar, en síðan Friðrik komst upp og fór að taka þátt í fjallgöngunum, var honum æfin- lega bætt við töluna þar. Pað kom nú ekki til af góðu, því miður. Pað kom til af því, að enginn leitarforingjanna vildi hafa Friðrik sínum flokki. Hon- um var alstaðar ofaukið og það var alstaðar amast við honum. En það gat nú ekki komið til nokkurra mála að senda hann heim aftur og heimta annan mann af húsbónda hans, því hvar sem á hann var litið, þá varð því með engu móti neitað, að Friðrik áttundi var fullkominn maður. Svo var æfinlega samþykt með öllum samhljóða atkvæðum, að Friðrik skyldi vera áttundi maðurinn í Búrfellsheiðinni. Annað- hvort hefir það verið af því, að þar var einna mest þörf á manni, eða þá af hinu, að þar mátti einna helzt komast af án manns í viðbót, eða af þessu hvorttveggja til samans. Nú var Friðrik kominn undir fimtugt og hafði að minsta kosti í 35 haust verið áttundi maðurinn í Búrfellsheiðinni í öllum göngum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.