Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1906, Blaðsíða 49

Eimreiðin - 01.01.1906, Blaðsíða 49
49 Henni varð talsvert léttara, þegar hún sá manninn, svo hún gat dregið andann eðlilega. Svo sá hún líka að þetta var Sveinn, einkabarn hjónanna að Ási, og þótti henni það ekki verra. Pau höfðu altaf verið mestu mátar, Sveinn og hún; jafngömul að aldri og leikið iðuglega saman þegar þau vóru börn. Hún var líka einkabarn hjónanna á Hjalla, og þar eð ekki var ýkja langt á milli bæjanna, fundust þau oft, þó slíkar heimsóknir yrðu ekki eins tíðar eftir að þau vóru fermd, eins og þær höfðu verið áður. Henni var líka strítt á því, að þau Sveinn myndu verða hjón; það væru svo sterkar líkur, sem bentu til þess, að þau ráð tækj- ust. Fyrst fram eftir aldrinum stóð henni á sama hvað talað var, og hló bara þegar á það var minst; en þegar hún eltist meira og vitkaðist, hætti hún að hlæja og gat ekki ráðið við blóðið, sem vildi helzt hlaupa út úr andliti hennar í hvert skifti, sem hún.var nefnd í sambandi við Svein. Einnig fanst henni hún vera farin að hugsa um Svein, meira en góðu hófi gegndi, nú upp á síðkastið, því aldrei gat hún sofnað svo á lcvöldin, að síðustu hugsanir hennar væru ekki eitthvað bundnar við hann; svo dreymdi hana um hann á hverri nóttu, og vóru margir þeir draumar skemtilegir — eftir óskum hennar og skapi. En ósjálfráðar voru hugsanir þessar og áttu rót sína að rekja að einhverri von langt út í fjarska, sem eins mætti trúa að væri hugarburður og vitleysa. En skemtilegur var Sveinn og altaf hafði hún gaman af að tala við hann. »Komdu sæl Rúna!« sagði Sveinn glaðlega og rétti henni höndina »komdu sæll!« »Eg bjóst sízt við að mæta þér sem búsmala,* sagði Sveinn og hló. »Og því síður hafði ég hugsað, að þú værir að sama starfi í kveld,« og svo hlógu bæði. »En hvað eru þeir að gera þessir blessaðir vinnumenn, að þú skulir fara að leita að kúnum?« »Pað er ekki siður þeirra að vera í kúaleit; Jói greyið er vanur að gera það, en ég vorkendi honum svo mikið í þetta skifti, að ég bauðst til að fara.« »Nú, því er svona varið, en ef þú hefir ekkert á móti því, að ég fylgist með þér hér eitthvað út eftir, þá ætla ég að gera það.« 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.