Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1906, Blaðsíða 12

Eimreiðin - 01.01.1906, Blaðsíða 12
12 Hann sagðist skyldi standa upp af sinni jörð fyrir hinum og þessum bónda, ef hann vildi fara vestur! Margir góðir bændur fóru fyrir orð þessa manns og urðu þeir fyrir miklum vonbrigðum; því að Sigurður settist sjálfur að jörð sinni og lét hvern sjá ráð fyrir sér. Vera kann að þessir menn hafi komið fótum fyrir sig síðar og víst vildi ég að þeim liði vel. Eg nefndi áður sparsemi gömlu bændanna og var það gert til samanburðar. Nú kem eg að bændunum, sem eru miðaldra menn. Peir eru ekki eins og Halldór gamli á Bjarnastöðum, að þeir hiki við að hleypa sér í skuldir fyrir spýtur í lítinn kofa. eða eins og Jón gamli i Tungu, sem dró af sér ketbitann, þegar gestur kom í matinn. Nú eru tekin lán og alt veðsett, sem hægt er. Fyrst vóru jarðirnar »settar í bankann« með fyrsta veðretti, svo með öðrum veðrétti. Og nú eru menn farnir að veðsetja hver annan. Ég er veðsettur náunganum og náunginn er veðsettur mér. Eg á hér við félagslánin, þegar hver ábyrgist fyrir annan í felagi. — Gömlu mennirnir hrista höfuð sín »á þessu stigi málsins.« En ef til vill fer þetta vel að lokum, þótt út af kunni að bregða. Og alt er betra en sveitarhjálpin og kaupstaðalánin. sem áður tíðkuðust. »Straumur tímans« er nú kominn í þann farveg, að almenn- ingur getur ekki beðið eftir því, að fé safnist fyrir með »tíð og tima« í sjóvetling og handraða. Menn vilja lifa góðu lífi. Og ef fé er ekki fyrir hendi til þess, þá eru tekin lán, fyrir mat í munn- inn og þak yfir höfuðið. Réttardagupinn. Sá sem vildi koma í Pingeyjarsýslu og ætti þann eina kost að dvelja þar einn dag æfi sinnar, og ef hann vildi sjá ranghverfu hliðina á lífi sýslubúa, — þa ætti sa maður að vera á Hraunsrétt. Sú rétt er stærst í allri sýslunni og þótt víðar sc leitað. Par kemur saman fé úr 5 hreppum og fjöldi manna og er þessi dagur einhver mesti sæludagur ársins. Pá er heyverkum lokið ýmist alveg eða því sem næst, og því fagna allir menn. sem hlut eiga að máli. hvort sem hey- skapurinn hefir gengið vel eða illa. Hafi hann verið góður og gagnssamur, þá er gott heilum vagni heim að aka. En ef hann hefir illa gengið, þá er illu bezt af lokið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.